Home Fréttir Í fréttum Vel heppnuð stækkun á grunnskólanum á Hellu

Vel heppnuð stækkun á grunnskólanum á Hellu

82
0
Rýmið er bjart og rúmt og eru bæði kennarar og nemendur ánægðir með aðstöðuna. Ljósmynd/RY

Ný viðbygging Grunnskólans Hellu var tekin í notkun í byrjun skólaárs og þykir hún einkar vel heppnuð. Rýmið er bjart og rúmt og eru kennarar jafnt sem nemendur afar ánægðir með aðstöðuna.

<>

Síðustu vikurnar hefur verið unnið að því að fínpússa hitt og þetta og er frágangi nú að mestu lokið og húsnæðið komið í fulla notkun.

Góðir gestir á opnu húsi. Ljósmynd/RY

Síðastliðinn föstudag var opið hús þar sem öllum stóð til boða að skoða nýbygginguna. Góðir gestir mættu til að skoða húsakynnin, njóta veitinga og spjalla við stjórnendur og starfsfólk.

Þetta er ekki eina viðbótin við skólann í vetur því nýr og glæsilegur klifurkastali var einnig reistur á leiksvæði skólans nýlega, börnunum til mikillar ánægju.

Framkvæmdir við 2. áfanga stækkunar Helluskóla eru einnig hafnar sunnan megin við skólann og gengur þar allt samkvæmt áætlun.

Heimild: Sunnlenska.is