Home Fréttir Í fréttum Nýjar íbúðir klárast í ár

Nýjar íbúðir klárast í ár

119
0
Talið er að nýjar íbúðir í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins muni klárast í ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram­boð nýrra fast­eigna í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur dreg­ist sam­an um tæp­lega helm­ing á síðustu sex mánuðum. Ef fram fer sem horf­ir munu nýj­ar íbúðir til sölu á því svæði klár­ast í ár.

<>

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í grein­ingu Hús­næðis og mann­virkja­stofn­un­ar, HMS. Þá seg­ir að gríðarleg­ur sam­drátt­ur hafi orðið í sölu nýrra íbúða á öllu land­inu og er sam­drátt­ur­inn mest­ur á höfuðborg­ar­svæðinu.

Eins seg­ir að flest­ar íbúðir sem eru til sölu hafa 4 eða fleiri her­bergi, en minna en fimmt­ung­ur þeirra inni­held­ur tvö eða færri her­bergi.

Fram­boð minnkað um 11% á sex vik­um

„Fram­boð nýrra íbúða á fast­eigna­markaði á höfuðborg­ar­svæðinu og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um þess hef­ur minnkað um 11 pró­sent á síðustu sex vik­um árs­ins 2023. Miðað við áfram­hald­andi þróun munu birgðir nýrra íbúða í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins klár­ast á þessu ári. Þetta kem­ur fram í upp­lýs­ing­um sem HMS hef­ur unnið úr gögn­um um fast­eigna­aug­lýs­ing­ar.

Sam­kvæmt gögn­um HMS hef­ur nýj­um aug­lýst­um íbúðum fækkað hratt á síðustu sex mánuðum í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins, en þær voru 200 tals­ins um síðustu ára­mót sam­an­borið við 320 um miðjan júní 2023. Á höfuðborg­ar­svæðinu jókst hins veg­ar fram­boð nýrra aug­lýstra íbúða frá miðjum júní fram í miðjan nóv­em­ber úr 530 í 950, en í lok síðasta árs hafði þeim svo fækkað niður í 850,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Vext­in­um lokið

„Um 3.300 íbúðir voru til sölu og dróst fram­boð þeirra sam­an í des­em­ber eft­ir sam­felld­an vöxt allt síðasta ár. Hlut­falls­lega dróst fram­boð íbúða til sölu mest sam­an á höfuðborg­ar­svæðinu en þar voru þær um 2.000. Af þeim 850 nýju íbúðum sem eru aug­lýst­ar til sölu eru um 37% í Reykja­vík, á meðan 22% eru í Hafnar­f­irði sem og í Kópa­vogi og 17% eru í Garðabæ.

Í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur fram­boð íbúða auk­ist mest und­an­farið í Reykja­nes­bæ, Árborg og á Akra­nesi. Mun­ur­inn er þó einkum sá að stór hluti fjölg­un­ar­inn­ar í Árborg og á Akra­nesi er til kom­inn vegna nýrra íbúða en þeim hef­ur aðeins fjölgað lít­il­lega í Reykja­nes­bæ. Þá hef­ur hlut­deild nýrra íbúða í fram­boðinu einnig vaxið á ár­inu í Vog­um og á Ölfusi en hins veg­ar er fram­boð íbúða þar óveru­legt.“

Flest­ar íbúð­ir til sölu eru stór­ar

„Um helm­ing­ur allra þeirra 2.000 íbúða sem eru til sölu á höfuðborg­ar­svæðinu eru með 4 eða fleiri her­bergi. Um 350 þeirra eru litl­ar íbúðir (0-2 her­bergja) og um 650 þeirra 3ja her­bergja. Í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höfuðborg­ar­svæðis­ins og ann­ars staðar á land­inu er sam­setn­ing fram­boðs íbúða sam­bæri­leg og megnið eða rúm­lega 400 íbúðir 4 her­bergja eða stærri, um 150 3ja her­bergja og um 50 litl­ar íbúðir (0-2 her­bergja),“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Heimild: Mbl.is