Home Fréttir Í fréttum Sjö tilboð í tvö hús í Hafnargötu á Seyðisfirði

Sjö tilboð í tvö hús í Hafnargötu á Seyðisfirði

130
0
Húsin sem um ræðir eru bæði barn síns tíma. Hafnargata 42b var byggt árið 1925 en Hafnargata 44 á árunum 1893 til 1916. Samsett mynd Múlaþing

Þrátt fyrir töluverðar kvaðir á kaupendur bárust Múlaþingi ein sjö kauptilboð í húseignirnar að Hafnargötu 42b og Hafnargötu 44 sem þykja nokkuð góð viðbrögð en tilboðin voru opnuð formlega í síðustu viku.

<>

Báðar eignirnar eru staðsettar á tilgreindu hættusvæði vegna skriða eða snjóflóða og því óheimilt að hefja þar búsetu á ný. Í báðum tilfellum er um að ræða einlyft gömul timburhús á steyptum kjallara, Hafnargata 42b 57 fermetrar að stærð en Hafnargata 44 80 fermetrar.

Kaupendur þeirra hafa þó val um að breyta eignunum í atvinnuhúsnæði ellegar flytja húsin af núverandi stað og annað í bænum. Múlaþing hefur sérstaklega tekið frá lóðir við Oddagötu undir húsin ef kaupendur kjósa þá leiðina en að auki þarf þá að ganga frá gömlu lóðunum og skili þeim sléttuðum og fínum innan tveggja ára frá kaupum.

Af tilboðunum sjö bárust þrjú þeirra í Hafnargötu 42b en fjögur alls í Hafnargötu 44. Tilboðin verða tekin fyrir á næsta fundi byggðaráðs Múlaþings þann 23. janúar.

Heimild: Austurfrett.is