Home Fréttir Í fréttum Vatnsleiðslur í húsum virtust í góðu standi

Vatnsleiðslur í húsum virtust í góðu standi

108
0
Mynd: Ruv.is

Pípulagningameistari sem skoðaði hús í vesturhluta Grindavíkur í gær sagði að öll hafi reynst í lagi.

<>

Heitt vatn komst að mestu á vesturhluta Grindavíkur í gær. Þar hafa um fjörutíu pípulagningamenn unnið að því að koma hitakerfum húsa í gang.

Þorsteinn Einarsson pípulagningameistari í Grindavík hefur umsjón með verkinu og segir að það hefði mátt ganga betur í gær þar sem mikið af lyklum vantaði.

„Allt sem við höfum séð í vesturbænum er í lagi. Og húsin eru komin í svona 10-15 stiga hita og þar sem hitanum var hleypt af, þau eru öll að jafna sig og koma sér í gang þar sem við höfum komist inn og ég á ekki von á öðru en að þau verði öll í lagi í vesturbænum. Svona að mestu leyti.

En svo er það með restina af bænum, það liggur á að fá hita á hann því að ég er hræddur um að það fari að byrja að frjósa og það verði ekki fyrr en sólarhringur í viðbót áður en þetta fer að frjósa. “

Heimild: Ruv.is