Home Fréttir Í fréttum Þingmaður stingur upp á að ríkið kaupi íbúðir Grindvíkinga

Þingmaður stingur upp á að ríkið kaupi íbúðir Grindvíkinga

67
0
Gestir Silfursins, fjórir Grindvíkingar ræddu stöðu mála í heimabænum. Skjáskot/RÚV

Ástandið í Grindavík er óraunverulegt í huga þeirra Grindvíkinga sem rætt var við í Silfrinu í gærkvöld Þingmaður vill að ríkið bjóði íbúum að kaupa eignir þeirra og bjóða þeim forkaupsrétt. Flestir vilji hvergi annars staðar búa.

<>

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í Silfrinu í gær að stjórnvöld ættu að bjóða Grindvíkingum að kaupa húsnæði þeirra, hvert sem ástand þess er.

Eigendur fái forkaupsrétt að húsunum þegar hættuástandi linnir. Þessi lausn veiti fólki svigrúm, bæði andlegt og fjárhagslegt, auk þess sem hún sé hagkvæmust fyrir ríkissjóð. Vilhjálmur segir brunabótamat íbúðarhúsnæðis í Grindavík um 80 milljarða króna.

Vilhjálmur var meðal gesta Silfursins í gær ásamt öðrum Grindvíkingum, þeim Ásrúnu Helgu Kristinsdóttur forseta bæjarstjórnar, Herði Guðbrandssyni formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur og Ingu Guðrúnu Helgadóttur, yfirsálfræðingi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Þeim þykir ástandið óraunverulegt, þrungið áföllum. Brýnt sé að auka andlega þjónustu við íbúa, börn jafnt sem fullorðna. Enduruppbyggingin taki mörg ár en viðmælendurnir virtust vongóð um að fólk og fyrirtæki snúi aftur til Grindavíkur.

Heimild: Ruv.is