
Kjaradeilu fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Þessi félög semja fyrir 70% iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði á Íslandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samninganefnd fagfélaganna en þar segir að tillaga þess efnis að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara hafi verið borin upp á fundi samninganefnda fagfélaganna og hafi verið samþykkt samhljóða.
Á fundinum voru samninganefndir RSÍ og aðildarfélaga, VM og MATVÍS en þessi félög ganga saman til kjaraviðræðna. Undir eru 30 kjarasamningar. Saman semja þessi félög fyrir 70% iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði á Íslandi.
Heimild: Mbl.is