Home Fréttir Í fréttum Iðnaðarmenn vísa kjaradeilu til sáttasemjara

Iðnaðarmenn vísa kjaradeilu til sáttasemjara

92
0
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS. Ljósmynd/Aðsend

Kjara­deilu fag­fé­lag­anna við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hef­ur verið vísað til rík­is­sátta­semj­ara. Þessi fé­lög semja fyr­ir 70% iðn- og tækni­fólks á al­menn­um vinnu­markaði á Íslandi.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá samn­inga­nefnd fag­fé­lag­anna en þar seg­ir að til­laga þess efn­is að vísa kjara­deil­unni til rík­is­sátta­semj­ara hafi verið bor­in upp á fundi samn­inga­nefnda fag­fé­lag­anna og hafi verið samþykkt sam­hljóða.

Á fund­in­um voru samn­inga­nefnd­ir RSÍ og aðild­ar­fé­laga, VM og MATVÍS en þessi fé­lög ganga sam­an til kjaraviðræðna. Und­ir eru 30 kjara­samn­ing­ar. Sam­an semja þessi fé­lög fyr­ir 70% iðn- og tækni­fólks á al­menn­um vinnu­markaði á Íslandi.

Heimild: Mbl.is