Home Fréttir Í fréttum Nóg til af lóðum fyrir einingahús

Nóg til af lóðum fyrir einingahús

86
0
Í kjölfar eldgossins er fyrirséð að Grindvíkingar geta ekki snúið heim til sín í náinni framtíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfs­hóp­ur um fram­boð á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga til lengri tíma, sem skipaður var vegna af­leiðinga nátt­úru­ham­far­anna á síðasta ári, kortlagði mögu­leika á lóðum fyr­ir upp­bygg­ingu hús­næðis, einkum ein­inga­húsa, í sveit­ar­fé­lög­um á suðvest­ur­horni lands­ins. Í ljós kom að nóg er til af lóðum und­ir slíka upp­bygg­ingu.

<>

Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar og formaður starfs­hóps­ins, seg­ir að til­lög­um hóps­ins hafi verið skilað til innviðaráðherra fyr­ir jól.

Í gær fékk Kjart­an Már þær upp­lýs­ing­ar úr innviðaráðuneyt­inu að búið væri að taka til­lög­urn­ar til umræðu í rík­is­stjórn og í fram­haldi hefði fram­kvæmda­hópi inn­an stjórn­sýsl­unn­ar verið falið það verk­efni að hrinda til­lög­um starfs­hóps­ins í fram­kvæmd.

Geti dugað í nokk­ur ár

„Ef ég man rétt þá var ráðgert að það tæki átta til tólf mánuði frá því að fyrsta ákvörðun er tek­in og þar til fyrstu hús­in geta litið dags­ins ljós, en það er verið að vinna að alls kon­ar öðrum lausn­um á meðan, sem taka styttri tíma,“ seg­ir hann.

14 manns áttu sæti í hópn­um sem lagði í mikla vinnu við að afla upp­lýs­inga og kort­leggja mögu­leika á upp­bygg­ingu hús­næðis og leysa úr vanda Grind­vík­inga til lengri tíma. Ekki þó endi­lega sem framtíðar­hús­næði held­ur hús­næði sem gæti a.m.k. dugað Grind­vík­ing­um í nokk­ur ár á meðan þeir eru að átta sig á stöðunni og þróun mála í Grinda­vík, að sögn hans.

Kjart­an Már seg­ir að hóp­ur­inn hafi farið vel yfir reynslu Vest­manna­ey­inga af viðlaga­sjóðshús­un­um sem reist voru eft­ir gosið í Heima­ey árið 1973.

Rík­is­ins að ákveða

Að sögn hans eru til­lög­ur hóps­ins til meðferðar í rík­is­stjórn og hjá ráðherr­um og hafa ekki verið gerðar op­in­ber­ar.

„Við vor­um fyrst og fremst að horfa á hvar væru til­bún­ar lóðir hér á suðvest­ur­horn­inu. Við fund­um tals­vert magn af til­bún­um lóðum sem væri hægt að byrja að byggja á bara strax á morg­un ef þannig háttaði til, þar sem all­ar stofn­lagn­ir, raflagn­ir og veit­ur eru komn­ar.

Þær eru svona hér og þar í sveit­ar­fé­lög­um á suðvest­ur­horn­inu og svo er það bara rík­is­ins að ákveða hvort og þá hvernig þau vilja hrinda þessu í fram­kvæmd,“ seg­ir Kjart­an Már.

Hóp­ur­inn skoðaði mögu­leik­ana á að reisa ein­inga­hús, sem gætu hentað. „Það voru mjög marg­ir fram­leiðend­ur ein­inga­húsa sem settu sig í sam­band við okk­ur. Ég held þeir hafi verið á annað hundrað, bæði inn­lend­ir umboðsmenn og fram­leiðend­ur og líka er­lend­ir. Fram­kvæmda­sýsl­an – rík­is­eign­ir er svo með það mál á sinni könnu,“ seg­ir hann.

Hann var spurður hvaða mat hann legði á þörf Grind­vík­inga á hús­næði til lengri tíma litið sem hef­ur vænt­an­lega auk­ist til muna vegna elds­um­brot­anna sem hóf­ust við Grinda­vík á sunnu­dags­morg­un­inn. „Það er nóg til af lóðum þannig að þó að þetta verði tals­vert mikið að um­fangi, þá á það ekki að verða vanda­mál,“ svar­ar Kjart­an Már.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is