Home Fréttir Í fréttum Tækin sem björguðust um 800 milljóna króna virði

Tækin sem björguðust um 800 milljóna króna virði

121
0

„Við vor­um mætt­ir um fjög­ur um nótt og vor­um bún­ir að vera í 90 mín­út­ur að horfa á gosið og skoða þetta. Það vill þannig til að tveir í þess­um hópi eru van­ir björg­un­ar­sveit­ar­menn.

<>

Ann­ar þeirra var send­ur upp í þyrlu til að meta aðstæður, hraun­rennsli og átta sig á þessu – sér­fræðing­ur í þessu.

Í kjöl­farið áttuðum við okk­ur á því að það væri gluggi þarna fyr­ir okk­ur. Við skipu­lögðum okk­ur vel og fór­um þarna inn í litl­um hóp­um og þetta gekk eins og í sögu í sjálfu sér.“

Þetta seg­ir Hjálm­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri mann­virkja og staðar­stjóri hjá Ístaki við gerð varn­argarða á Reykja­nesskaga, í sam­tali við mbl.is.

Hlupu í átt að hraun­breiðunni
Marg­ir sem fylgd­ust með beinu streymi frá gosstöðvun­um norður af Grinda­vík í gær­morg­un ráku ef­laust upp stór augu þegar bíla dreif skyndi­lega að og menn hlupu í átt að hraun­breiðunni til að bjarga þar vinnu­vél­um, sem sum­ar hverj­ar voru á milli tveggja hrauntunga.

„Við vor­um átta á staðnum. Þrír sem vor­um að stýra þessu en hinir fimm fóru til skipt­is og sum­ir fóru tvisvar inn,“ seg­ir Hjálm­ur en hóp­ur­inn fór fjór­ar ferðir og bjargaði á ann­an tug vinnu­véla, meðal ann­ars stærstu jarðýtu lands­ins.

Skjá­skot frá einni af vef­mynda­vél­um mbl.is sýn­ir menn hlaupa í átt að hraun­breiðunni, tækj­un­um til bjarg­ar. mbl.is

„Við vor­um með aðkomu­veg að þessu svæði og þekkt­um aðstæður mjög vel. Björg­un­ar­sveit­ar­menn­irn­ir tveir tóku að sér að vera vakt­menn, ann­ar niðri við ljósam­astrið, sem síðar brann þarna á plan­inu, og hinn fór upp á garðinn. Þeir voru með gasmæla og vöktuðu svæðið.

Við send­um svo þrjá menn þarna inn í einu í sam­ráði við vakt­menn­ina. Eft­ir að við vor­um bún­ir að sækja fyrstu tæk­in, sem voru næst hraun­inu, þá sáum við raun­veru­lega að þetta var ger­legt með góðu skipu­lagi og góðum mönn­um.

Við ætluðum bara að sækja þrjár vél­ar í upp­hafi en svo var vindátt mjög hag­stæð og aðstæður nokkuð góðar – þetta gekk vel svo við sótt­um allt.“ Seg­ir Hjálm­ur að hóp­ur­inn hafi sótt 14 eða 15 tæki alls í þess­um fjór­um ferðum.

Þurftu tæk­in til að reyna að bjarga bæn­um
Verðmæti tækj­anna er eins og gef­ur að skilja þó nokkuð. Hjálm­ur tel­ur verðmæti þeirra vera í kring­um 800 millj­ón­ir en seg­ir að ekki hafi verið horft í það held­ur að kom­ast að tækj­un­um sem hóp­ur­inn þurfti ef bjarga ætti Grinda­vík.

„Þetta eru stór­ar jarðýtur og stór­ar gröf­ur. Svo vor­um við með það sem við köll­um bú­koll­ur sem eru svona efn­istrukk­ar.

Þarna er stærsta jarðýta lands­ins – það er ein slík jarðýta til. Þetta hreyf­ir al­veg gríðarlega mikið. Við erum að flytja mikið efni hér á hverj­um degi og erum bún­ir að gera und­an­farið.“

m

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hætt­an hefði auk­ist með tím­an­um
Hjálm­ur seg­ir að það hafi verið metið sem svo að hætt­an myndi aukast hratt ef beðið yrði leng­ur. Seg­ir hann að sprung­ur séu þekkt­ar á svæðinu og að hóp­ur­inn hafi vitað hvar þær væru og að það væri ekki sér­stök hætta á svæðinu ef ráðist yrði í aðgerðina strax.

Seg­ir hann mik­il­vægt að hafa kom­ist að þess­um öfl­ug­ustu tækj­um lands­ins ef það hefði átt að gera eitt­hvað á svæðinu.

„Eins og til dæm­is að loka þessu skarði í Grinda­vík­urg­arðinum sem hef­ur svo haldið að mestu leyti.“

Heimild: Mbl.is