Home Fréttir Í fréttum Nýi hluti varnargarðsins sýnilegur

Nýi hluti varnargarðsins sýnilegur

74
0
Varnargarðurinn norðvestan við bæinn var lengdur til austurs. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Í morg­un mátti sjá í vef­mynda­vél mbl.is nýj­asta hluta varn­argarðsins sem ligg­ur norðvest­an við Grinda­vík, svo­kallaður L8-garður, sem verk­tak­ar hafa unnið hörðum hönd­um við að lengja frá því í gær.

<>

Eins og fram kom í frétt mbl.is hafa verk­tak­ar verið í kappi við tím­ann að lengja varn­argarðinn norðvest­an við Grinda­vík til aust­urs í von um að koma í veg fyr­ir að hraun sem rann yfir norðari garðinn (kallaður L7) myndi renna meðfram Grinda­vík­ur­vegi inn í bæ­inn. Átti fram­leng­ing­in að leiða hraunið til vest­urs meðfram L8-garðinum.

Þá hef­ur einnig verið unnið við fram­leng­ingu á L8-garðinum, sem er nær bæn­um, í vesturátt, en það var gert til að reyna að koma í veg fyr­ir hraun­flæði til bæj­ar­ins um mestu lægðirn­ar sem þar er að finna.

Nýj­ustu hlut­ar L8-garðsins eru því þeir sem liggja yfir Grinda­vík­ur­veg og þeir sem eru vest­ast, en næst bæn­um.

„Það er mislönd­un á görðunum og það var að nálg­ast end­ann á L7 [sem geng­ur fram yfir Grinda­vík­ur­veg], renna fyr­ir end­ann á L7, til suðurs og lend­ir þá á L8 og renn­ur síðan vest­an við Grinda­vík­ur­bæ, sam­síða Nes­vegi,“ sagði Arn­ar Smári Þor­varðar­son, bygg­inga­tækni­fræðing­ur Verkís í sam­tali við mbl.is í gær.

Heimild: Mbl.is