Home Fréttir Í fréttum Spá því að nýbyggingum fækki í ár

Spá því að nýbyggingum fækki í ár

77
0
Mynd: RÚV – Freyr Arnarson

Byggingaverktakar gera ráð fyrir að hefja framkvæmdir við nærri þriðjungi færri nýbyggingar í ár en í fyrra. Hár vaxtakostnaður og minni endurgreiðsla standa þeim fyrir þrifum.

<>

Stjórnendur verktakafyrirtækja spá miklum samdrætti í nýbyggingum. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins.

Í fyrra var byrjað á tæplega þúsund nýjum íbúðum en útlit er fyrir að þær verði aðeins um 700 á því ári sem er nýhafið. Í sambærilegri könnun í fyrra gerðu verktakar ráð fyrir 65 prósenta samdrætti sem varð á endanum 68 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins.

Ástæðurnar sem verktakarnir gefa fyrir minnkandi framkvæmdum eru nokkrar. Hæst ber háa vexti og hækkandi fjármögnunarkostnað sem verktakar segja að hafi sérstaklega slæm áhrif á stærri uppbyggingarverkefni.

Raunar er það svo að allir verktakar með fleiri en 30 íbúðir í byggingu hafa áhyggjur af vöxtunum en minni verktakar finna síður fyrir áhrifum þeirra.

Þrír af hverjum fjórum segja það hafa komið sér illa þegar stjórnvöld lækkuðu endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna húsnæðisbygginga úr 60 prósentum í 35.

Í könnuninni var rætt við verktaka um land allt sem reisa nýtt húsnæði á eigin reikning og selja síðan.

Heimild:Ruv.is