Þann 10. janúar var undirritaður samningur milli Mosfellsbæjar og fyrirtækisins Vargs ehf um byggingu á nýjum upphituðum sparkvelli á skólalóð Varmárskóla sem er fyrsti hluti af endurbótum á lóð skólans.
Þegar hugmyndavinna við nýja skólalóð hófst var kallað eftir tillögum frá nemendum og voru flest sem óskuðu eftir sparkvelli. Hönnuði var svo falið að vinna með tillögu nemenda og var niðurstaðan kynnt fyrir þeim síðastliðið haust.
Framkvæmdin felur í sér að koma upp upphituðum sparkvelli að stærð 18x33m ásamt stálrimlagirðingu umhverfis völlinn, hellulögn og ljósastaurum.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og verklok verði í lok júlí 2024.
Heimild: Mosfellsbær