Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Und­ir­rit­un samn­ings um bygg­ingu á upp­hit­uð­um sparkvelli í Mosfellsbæ

Und­ir­rit­un samn­ings um bygg­ingu á upp­hit­uð­um sparkvelli í Mosfellsbæ

162
0
Mynd: Mosfellsbær

Þann 10. janú­ar var und­ir­rit­að­ur samn­ing­ur milli Mos­fells­bæj­ar og fyr­ir­tæk­is­ins Vargs ehf um bygg­ingu á nýj­um upp­hit­uð­um sparkvelli á skóla­lóð Varmár­skóla sem er fyrsti hluti af end­ur­bót­um á lóð skól­ans.

<>

Þeg­ar hug­mynda­vinna við nýja skóla­lóð hófst var kallað eft­ir til­lög­um frá nem­end­um og voru flest sem ósk­uðu eft­ir sparkvelli. Hönn­uði var svo fal­ið að vinna með til­lögu nem­enda og var nið­ur­stað­an kynnt fyr­ir þeim síð­ast­lið­ið haust.

Fram­kvæmd­in fel­ur í sér að koma upp upp­hit­uð­um sparkvelli að stærð 18x33m ásamt stálrimlagirð­ingu um­hverf­is völl­inn, hellu­lögn og ljósastaur­um.

Áætlað er að fram­kvæmd­ir hefj­ist á næstu vik­um og verklok verði í lok júlí 2024.

Heimild: Mosfellsbær