Home Fréttir Í fréttum Vilja reisa hús og hótel í miðri laxveiðiá

Vilja reisa hús og hótel í miðri laxveiðiá

148
0

„Þetta er skemmti­leg hug­mynd en hún er enn bara á frum­stigi,“ seg­ir Jón G. Val­geirs­son, sveit­ar­stjóri í Rangárþingi ytra.

<>

Sveit­ar­stjórn hef­ur samþykkt að gerðar verði breyt­ing­ar á land­notk­un í aðal­skipu­lagi vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar í Gaddstaðaeyju í Ytri-Rangá við Hellu.

Eyj­an er í eigu hjón­anna Ólafs Ein­ars­son­ar og Stein­unn­ar Birnu Svavars­dótt­ur sem kennd eru við fyr­ir­tækið Þjót­andi.

Þau hafa hug á að íbúðabyggð fyr­ir allt að 12 ein­býl­is­hús rísi norðan til á eyj­unni en sunn­an­meg­in verði byggt hót­el fyr­ir allt að 200 gesti auk úti­vist­ar­svæðis. Hót­el­inu fylgi afþrey­ing á borð við baðlón.

Málið var tekið fyr­ir í skipu­lags- og um­ferðar­nefnd sveit­ar­fé­lags­ins í liðinni viku og þar komu fram ýms­ar at­huga­semd­ir. Jón sveit­ar­stjóri seg­ir að næsta skref eig­enda sé að skoða um­rædd­ar at­huga­semd­ir og í kjöl­farið að hefja vinnu við form­lega skipu­lagstil­lögu.

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna á síðu 11 í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is