Home Fréttir Í fréttum 01.02.2024 Atvinnulóð við Krókháls – leit að samstarfsaðilum

01.02.2024 Atvinnulóð við Krókháls – leit að samstarfsaðilum

224
0
Mynd: Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum aðilum um þróun á lóð borgarinnar við Krókháls 20-22.

<>

Lóðin er í dag 9.908 m² og er staðsett á athafnasvæði í aðalskipulagi.

Á lóðinni má koma fyrir ýmis konar starfsemi á borð við þá sem má í dag finna við Krókháls og athafnasvæðið við Hálsana.

Ekki er um hefðbundna úthlutun að ræða heldur er hér kallað eftir hugmyndum að nýtingu lóðarinnar.

Óskað er eftir upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi á lóðinni, áætlað byggingarmagn, hvernig lóðin verði fjármögnuð og að boðið sé verð á hvern fermetra byggingarréttar.

Tekið verður tillit til framangreindra atriða auk rekstrarsögu og fjárfestingargetu við mat á vænleika verkefna.

Tilgangurinn er að skapa tækifæri til þess að tryggja að í nýju skipulagi verði til staðar lóðir sem henta áhugasömum fyrirtækjum.

Það fyrirtæki sem er valið til áframhaldandi samstarfs verður boðið til viðræðna um lóðarvilyrði til tveggja ára og hefur í kjölfarið þann tíma til þess að vinna nýtt skipulag á lóðinni í takt við sínar hugmyndir.

Greitt er fyrir lóðarvilyrðið árlega sem miðast við 10% af heildargreiðslu byggingarréttarins.

Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að ákveða hvort hugmyndir sem berast verði kveikja að samstarfi eða samningum um lóðina og þá um leið að þær verði hluti af forsendum fyrirhugaðs skipulags.

Á lóðinni Krókháls 20 er í dag heimilt að byggja húsnæði undir atvinnustarfsemi á tveimur byggingarreitum, allt að 4.312,5 m² á Krókhálsi A og 4.900 m² á Krókhálsi B.

Heimilt er að byggja 4-5 hæða húsnæði sem grafa sig inn í hæð. Hámark 1 bílastæði per 75-360 m² eftir starfsemi auk lágmarksfjölda hjólastæða, sjá nánar í deiliskipulagsgögnum.

Áhugasamir sendi inn erindi þar sem þau lýsa því nánar hvaða starfsemi er fyrirhuguð á reitnum, hvert er æskilegt byggingarmagn, hvernig lóðin verður fjármögnuð og hvert er tilboðsverðið á hvern fermetra.

Tilboð skulu senda á netfangið lodir@reykjavik.is merkt „Krókháls 20“.

Frestur til þess að skila inn tilboðum er til kl. 14.00 þann 1. febrúar 2024.