Home Fréttir Í fréttum Fangar í mygluðu hús­næði í Reykja­nes­bæ

Fangar í mygluðu hús­næði í Reykja­nes­bæ

65
0
Myndin er úr safni. VÍSIR/ÞORGILS

Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt.

<>

Þetta kemur fram í svari Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum við fyrirspurn fréttastofu, en þar segir að loftgæði séu tryggð í umræddum rýmum.

Afstaða, félag fanga, sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Í henni sagði að félaginu hefði borist ábendingar um raka og myglu í húsnæðinu. Starfsemi lögreglu hefði verið flutt annað, en ekki fangarnir.

„Reynist það rétt, verður ekki við það unað,“ segir í yfirlýsingu Afstöðu, en þar er óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja upplýsi hvort eða hvers vegna heimild hafi verið gefin fyrir fangageymslunum.

Úrbætur löngu tímabærar

Í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu segir að unnið sé að því að koma upp bráðabirgðahúsnæði fyrir útkallslið lögreglu í gámum við lögreglustöðina en að það gangi hægt.

„Það leysir hins vegar ekki vanda embættisins nema tímabundið. Löngu tímabært er hins vegar að byggja yfir starfsemi lögreglunnar á Suðurnesjum,“ segir Úlfar Lúðvíksson. „Vandamál til langs tíma og hefur verið rækilega kynnt í ráðuneyti dómsmála og hjá framkvæmdasýslu ríkisins.“

Þá er bent á að óskylt þessu máli sé lögreglustöðin í Grindavík ónothæf af sömu ástæðum. Henni hafi verið lokað endanlega.

Heimild: Visir.is