Home Fréttir Í fréttum Áætlað að framkvæmdir við grjótgarð nýrrar ytri hafnar hefjist á árinu

Áætlað að framkvæmdir við grjótgarð nýrrar ytri hafnar hefjist á árinu

189
0
Deiliskipulag Sauðárkrókshafnar.

Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra Skagafjarðar, þá hefjast framkvæmdir við grjótgarð nýrrar ytri hafnar á árinu. Ný ytri höfn verður í stakk búin til að taka á móti bæði stærri skipum og skipum sem rista dýpra en Sauðárkrókshöfn ræður nú við.

<>

„Það skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi þróun hafnarinnar, möguleg orkuskipti skipa og móttöku farm- og skemmtiferðaskipa.

Einnig er ný ytri höfn ákveðin forsenda framkvæmda við t.a.m. nýtt hátæknifrystihús FISK Seafood sem og önnur stækkunaráform fyrirtækja á hafnarsvæðinu og nágrenni,“ segir Sigfús Ingi en fram hefur komið í fréttum að bæði Dögun rækjuvinnsla og Steinull stefni að stækkun sem kallar á meira olnbogarými á hafnarsvæðinu.

Heimild: Feykir.is