Home Fréttir Í fréttum Borgin auglýsir lóðir á nýjan leik

Borgin auglýsir lóðir á nýjan leik

203
0
Lóðin er við golfvöllinn við Grafarholt og gegnt Kia-umboðinu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykja­vík­ur­borg hef­ur aug­lýst á ný lóðina Krók­háls 20-22 eft­ir að hún seld­ist ekki á föstu verði. Lóðin var aug­lýst til sölu 14. nóv­em­ber 2022 en var tek­in úr sölu eft­ir að eng­in til­boð bár­ust. Borg­in bauð hana á föstu verði sem var 414,6 millj­ón­ir króna án gatna­gerðar­gjalda.

<>

Sam­tím­is aug­lýs­ir borg­in til sölu lóðina Naut­hóls­veg 79 en það hafa held­ur eng­in til­boð borist í þá lóð eft­ir að hún var boðin á föstu verði sem er 716 millj­ón­ir króna.

Óskað eft­ir til­lög­um
Ekki er um að ræða hefðbundna út­hlut­un á lóðinni Krók­hálsi 20-22 held­ur er kallað eft­ir hug­mynd­um að nýt­ingu lóðar­inn­ar.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins töldu fyr­ir­tæki og verk­tak­ar fyr­ir­hugað bygg­ing­ar­magn á lóðinni of mikið. Því hefði borg­in viljað kanna áhuga á öðrum út­færsl­um.

Borg­in tók til­boði Skientia í lóðina á Naut­hóls­vegi síðasta sum­ar. Bygg­inga­fé­lagið MótX keypti í kjöl­farið Skientia og fékk þar með kauprétt­ind­in tíma­bundið. Sal­an rann hins veg­ar út í sand­inn og ákvað borg­in þá að setja fast verð á lóðina í stað þess að taka öðru hæsta boðinu.

Lesa má frek­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is