Home Fréttir Í fréttum Kynna nágrönnum breytingar

Kynna nágrönnum breytingar

137
0
Miklar framkvæmdir eru áformaðar á húsi og lóð áður en bandaríski sendiherrann flytur í húsið. mbl.is/sisi

Borg­ar­yf­ir­völd hafa samþykkt að grennd­arkynna bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn banda­ríska sendi­ráðsins vegna breyt­inga á ein­býl­is­hús­inu Sól­valla­götu 14. Sendi­ráðið festi kaup á hús­inu árið 2020. Áformað er að þarna verði heim­ili banda­ríska sendi­herr­ans.

<>

Eins og fram hef­ur komið hér í blaðinu hafa íbú­ar í hverf­inu mót­mælt harðlega þeim breyt­ing­um sem til stend­ur að gera. Telja þeir að starf­sem­in í hús­inu falli ekki að friðsælu og þétt­býlu íbúðahverfi.

Við grennd­arkynn­ing­una geta íbú­arn­ir sem leitað er til borið fram mót­mæli og sent inn at­huga­semd­ir. Það ber hins veg­ar að hafa í huga að þetta er sendi­ráðslóð og þær njóta sér­stöðu vegna svo­nefnds Vín­ar­samn­ings eins og fram hef­ur komið í fyrri úr­sk­urðum úr­sk­urðar­nefnd­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála.

Á fundi skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur fimmtu­dag­inn 21. des­em­ber 2023 var lagt fram er­indi frá af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa frá 19. des­em­ber 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipu­lagi, byggja lyftu­hús norðan aðal­inn­gangs, byggja yfir sval­ir ofan á inn­gangi, gera nýj­an inn­gang og tröpp­ur á norður­hlið 1. hæðar að eld­húsi íbúðar­húss, byggja ofan á bíl­skúr, með aðgengi um utanáliggj­andi stiga meðfram vest­ur­hlið og reisa ör­ygg­is­girðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörk­um aðliggj­andi lóða ein­býl­is­húss á lóð nr. 14 við Sól­valla­götu.

Kynnt í næstu hús­um
Samþykkt var að grennd­arkynna fram­lagða bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn fyr­ir hags­munaaðilum á Sól­valla­götu 12, 16, 18, 11, 13, 15, 17 og 19, Há­valla­götu 21, 23, 25 og 29 og Blóm­valla­götu 2.

Á heimasíðu Skipu­lags­stofn­un­ar seg­ir: Grennd­arkynn­ing felst í því að skipu­lags­nefnd kynn­ir ná­grönn­um sem tald­ir eru geta átt hags­muna að gæta leyf­is­um­sókn eða til­lögu að breyt­ingu á skipu­lags­áætl­un og gef­ur þeim kost á að tjá sig um hana inn­an til­skil­ins frests sem skal vera a.m.k. fjór­ar vik­ur.

Að þeim fresti liðnum og þegar sveit­ar­stjórn hef­ur af­greitt málið skal þeim sem tjáðu sig um það til­kynnt niðurstaða sveit­ar­stjórn­ar.

Íbúaráði Vest­ur­bæj­ar barst í síðasta mánuði er­indi frá 79 íbú­um í gamla Vest­ur­bæ sem hafa mikl­ar áhyggj­ur af um­fangs­mikl­um breyt­ing­um sem banda­ríska sendi­ráðið hyggst gera á Sól­valla­götu 14.

„Íbúar draga í efa að starf­sem­in sem fara á fram í hús­inu geti flokk­ast und­ir heim­il­is­rekst­ur í ljósi um­fangs og eðlis þeirra breyt­inga og ör­ygg­is­varna sem fyr­ir­hugaðar eru,“ seg­ir í bréf­inu.

Miðað við tón­inn í bréf­inu má bú­ast við fjölda at­huga­semda þegar íbú­arn­ir bregðast við grennd­arkynn­ing­unni.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is