Home Fréttir Í fréttum Miðborgaríbúðirnar tínast út

Miðborgaríbúðirnar tínast út

233
0
Í Borgartúni 24 er verið að reisa 64 íbúða blokk. mbl.is/Árni Sæberg

Seld­ar hafa verið 40 af 133 nýj­um íbúðum í þrem­ur nýj­um fjöl­býl­is­hús­um í miðborg­inni sem fóru í sölu í haust.

<>

Í fyrsta lagi er búið að selja 23 íbúðir af 64 í Borg­ar­túni 24. Sam­kvæmt fast­eigna­skrá er búið að skrá 12 þess­ara seldu íbúða á nýja eig­end­ur.

Af þeim á Brynja – leigu­fé­lag Öryrkja­banda­lags­ins sex íbúðir, Kenn­ara­sam­band Íslands fjór­ar íbúðir og Bár­an stétt­ar­fé­lag eina íbúð. Ein seld íbúð er skráð á ein­stak­linga.

Kort/​mbl.is

Ein seld ein­stak­ling­um
Í öðru lagi er búið að selja 10 af 35 íbúðum á Snorra­braut 62. Sam­kvæmt fast­eigna­skrá er búið að skrá þrjár þess­ara íbúða á Fé­lags­bú­staði og eina íbúð á ein­stak­linga.

Í þriðja lagi er búið að selja sjö íbúðir af 34 í Skip­holti 1. Sam­kvæmt fast­eigna­skrá eru þrjár þess­ara íbúða skráðar á Fé­lags­bú­staði, tvær á Brynju og tvær á ein­stak­linga. Fé­lagið Snorra­hús bygg­ir íbúðirn­ar á Snorra­braut 62.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is