Home Fréttir Í fréttum Endurbætur á vinsælli sundlaug

Endurbætur á vinsælli sundlaug

94
0
Sundlaugin í Selárdal. mbl.is/Jón Sigurðarson

Við erum mjög spennt fyr­ir þess­ari fjár­fest­ingu í sund­laug­inni, seg­ir Sara Elísa­bet Svans­dótt­ir, sveit­ar­stjóri á Vopnafirði.

<>

Fjár­hags­áætl­un bæj­ar­ins fyr­ir næsta ár ger­ir ráð fyr­ir að 276 millj­ón­um króna verði varið í ým­iss kon­ar fram­kvæmd­ir og end­ur­bæt­ur. Þar af eru 50 millj­ón­ir króna eyrna­merkt­ar sund­laug­inni í Selár­dal.

Sara seg­ir að sveit­ar­stjórn­in hafi látið vinna fyr­ir sig til­lögu og kostnaðaráætl­un vegna end­ur­bóta á sund­laug­inni árið 2021 og verður byggt á þeirri til­lögu í fyr­ir­huguðum fram­kvæmd­um.

Í þeirri til­lögu er gert ráð fyr­ir að bún­ings­klef­ar verði bæði stækkaðir og end­ur­gerðir auk þess að pott­um við laug­ina verði fjölgað.

Styrk­ur til jarðhita­leit­ar

Áætlað er að fram­kvæmd­ir hefj­ist haustið 2024 og standi fram á vor 2025. Þannig dreif­ist kostnaður á tvö fjár­hags­ár.

Við átt­um okk­ur ekki á því hvað þarf að loka lengi en planið er að loka alla­vega næsta haust svo hægt sé að halda sum­ar­opn­un­inni óbreyttri áður en haf­ist verður handa við end­ur­bæt­ur.

Meðal annarra verk­efna hjá Vopn­f­irðing­um á næsta ári verður end­ur­nýj­un skóla­lóðar og viðhald hús­næðis skól­ans.

Eins verður aðstaða í íþrótta­húsi end­ur­bætt og hefja á hönn­un á lík­ams­rækt­araðstöðu í nýrri viðbygg­ingu íþrótta­húss­ins. Um 100 millj­ón­um króna verður varið í leng­ingu á hafn­arkanti í bæn­um. Fjár­fest verður í vatns­veitu í Vesturár­dal fyr­ir 18,5 millj­ón­ir.

Svo feng­um við styrk til jarðhita­leit­ar upp á 40 millj­ón­ir króna. Von­andi kem­ur eitt­hvað gott úr því, seg­ir Sara.

Heimild: Mbl.is