Home Fréttir Í fréttum Útboð heimilað á jarðvinnu á íþróttasvæði að Varmá

Útboð heimilað á jarðvinnu á íþróttasvæði að Varmá

233
0
Mynd: mos.is

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um í síðustu viku þann 21. des­em­ber að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út jarð­vinnu og ferg­ingu á að­al­velli og frjálsí­þrótta­velli á íþrótta­svæð­inu að Varmá.

<>

Unn­ið er að hönn­un breyt­inga á að­al­velli knatt­spyrnu­deild­ar og frjálsí­þrótta­svæði Aft­ur­eld­ing­ar að Varmá. Lands­ig hef­ur ver­ið við­var­andi á nú­ver­andi svæði og því er nauð­syn­legt að fergja áður en far­ið er í end­an­leg­an yf­ir­borðs­frág­ang.

Ferg­ing­ar­tími er áætl­að­ur um 4-6 mán­uð­ir. Á ferg­ing­ar­tíma eru sír­it­ar sett­ir upp til að fylgjast með land­hæð­ar­breyt­ing­um og að þeim lokn­um verð­ur hægt að hefja ann­an áfanga fram­kvæmda.

Í fyrsta áfanga er lagt til að graf­ið verði fyr­ir öll­um upp­bygg­ingaráföng­um og um­fram jarð­veg­ur fjar­lægð­ur. Sam­hliða því þarf að keyra fyll­ingu ásamt eins meters þykku fargi á knatt­spyrnu­völl­inn (svæði 1 og 3 á mynd). Farg­ið þarf að standa allt þar til land­ið er hætt að hreyf­ast.

Í öðr­um áfanga verð­ur um­fram­efni fargs á að­al­velli nýtt til að fergja á frjálsí­þrótta­svæði en þessi verktil­hög­un er við­höfð til þess að minnka kostn­að, meng­un og akst­ur vöru­bif­reiða um íþrótta­svæð­ið að Varmá.

Mynd: mos.is

Eft­ir að farg hef­ur ver­ið tek­ið af að­al­velli og sett á frjálsí­þrótta­svæði er hægt að vinna að fulln­að­ar­frá­gangi knatt­spyrnusvæð­is. Vinna við fulln­að­ar­frág­ang frjálsí­þrótta­svæð­is get­ur far­ið fram eft­ir að fargi hef­ur ver­ið létt, en áætlað er að það verði um sum­ar­ið 2025.

Ein­ung­is er far­ið fram á að boð­in verði út 1. áfangi fram­kvæmda sem er jarð­vinna og ferg­ing á að­al­velli og frjálsí­þrótta­velli á íþrótta­svæð­inu að Varmá.

Heimild: mos.is