Samkvæmt nýjum hraunflæðilíkönum eru þeir innviðir sem helst gætu verið í hættu Grindavíkurvegur, hitaveitulögn og raflagnir.
Út frá gefnum forsendum líkansins ógnar hraun þeim þó ekki næstu vikuna.
Vísindamenn keyrðu í dag ný hraunflæðilíkön. Sérfræðingur segir að þeir innviðir sem helst geti verið í hættu séu Grindavíkurvegur, hitaveita og raflagnir út á Reykjanesskaga.
Líkanið má sjá hér að neðan. Það sýnir framhaldið næstu vikuna, fram til kvölds 25. des, út frá þeim forsendum sem vísindamenn töldu líklegastar. Takmarkaðar mælingar á hraunflæði liggja hins vegar fyrir.

Heimild: Ruv.is