Home Fréttir Í fréttum Margt skýrir tafir á uppbyggingu

Margt skýrir tafir á uppbyggingu

93
0
Horft af þaki einnar af fimm „stöngum" meðferðarkjarnans. mbl.is/Arnþór

Nýr meðferðar­kjarni við Land­spít­al­ann verður tek­inn í notk­un nokkru síðar en áður var áætlað.

<>

Það má meðal ann­ars lesa úr áætl­un sem fjallað var um í kynn­ing­ar­rit­inu Hring­braut­ar­verk­efnið sem kom út 8. apríl 2021. Þar sagði orðrétt:

„Á næstu árum verður unnið af full­um krafti að bygg­ingu á nýj­um meðferðar­kjarna, nýju þjóðar­sjúkra­húsi, sem tekið verður í notk­un árið 2025-2026. Upp­steypa er haf­in. Sjúkra­húsið verður tákn­mynd fyr­ir nýja tíma. Það stend­ur und­ir þeirri ábyrgð að vera sjúkra­hús allra lands­manna.“

Til­efni þess að þetta er rifjað upp er að upp­steypu á meðferðar­kjarn­an­um er að ljúka en það er ein stærsta bygg­ing lands­ins, alls 70 þúsund fer­metr­ar. Fjallað var um upp­bygg­ing­una hér í blaðinu sl. föstu­dag.

mbl.is/​Arnþór

Tek­ur alltaf 12-18 mánuði
Gunn­ar Svavars­son er fram­kvæmda­stjóri Nýs Land­spít­ala ohf.

Hann seg­ir aðspurður að mis­skilja hafi mátt beinu til­vitn­un­ina hér að ofan. Hús­inu verði skilað út­sópuðu á fyrsta árs­fjórðungi 2027 í stað fjórða árs­fjórðungs 2026 eins og áður var áætlað. Síðan þurfi að und­ir­búa tæki og upp­lýs­inga­tækni­kerfi og flutn­inga á milli bygg­inga.

„Það tek­ur alltaf 12-18 mánuði. Það mátti mis­skilja þetta þannig að tæk­in og flutn­ing­arn­ir væru yf­ir­staðnir því þarna var verið að stefna að skil­um til Land­spít­ala [og svo þarf] að fara að flytja og upp­færa húsið tækni­lega. All­ar áætlan­ir eru með fyr­ir­vara um heim­ild­ir og þátt­töku markaðar­ins í útboðum svo og til­boðsverð.“

mbl.is/​Arnþór

En hvað skyldi skýra það um­fram annað að húsið verður vígt nokkru síðar en upp­haf­lega stóð til? Gunn­ar seg­ir að miðað við þáver­andi heim­ild­ir hafi alltaf staðið til að bjóða út upp­steyp­una sum­arið 2020 og að bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um yrði lokið 2026 og jafn­vel fyrr ef vel gengi.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is