Home Fréttir Í fréttum Voru við vinnu í varnargarðinum þegar bjarminn blasti við

Voru við vinnu í varnargarðinum þegar bjarminn blasti við

76
0
Félagarnir voru við vinnu í varnargörðunum þegar eldgosið hófst. VÍSIR/LILLÝ

Bjarki Hólmgeir Halldórsson og Gunnar Steindórsson voru að vinna við varnargarðana í Svartsengi þegar eldgosið hófst.

<>

„Ég sá bara bjarma, mikinn bjarma og gerði mér grein fyrir hvað var að gerast. Lét vita í talstöðina,“ segir Gunnar.

„Ég var nýbúinn að horfa þarna í áttina. Það var ekki mínútu síðar að hann kallaði í talstöðina, hvaða bjarmi eiginlega er þetta?“ segir Bjarki Hólmgeir.

„Þetta var frekar óþægilegt. Manni brá mjög mikið,“ segir Gunnar.

„Maður kannski leyfði sér ekki að vera eitthvað hræddur þannig,“ segir Bjarki Hólmgeir.

Þeir yfirgáfu svæðið um leið. Þá var gosið eðlilega ekki jafnmikið og það var orðið þegar Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við þá.

„En maður skynjaði það samt strax að þetta væri talsvert stærra en fyrri gosin, miðað við það sem maður hefur séð,“ segir Bjarki.

„Þetta virðist vera í þessari Sundhnúkagígaröð og virðist vera að teygja sig.“

Nokkrir vinna við það að loka varnargarðinum á Grindavíkurvegi og var bætt í þann mannskap upp úr klukkan hálf tólf.

„Það er verið að reyna að loka þar sem varnargarðurinn þverar Grindavíkurveginn. Það er verið að ýta Grindavíkurveginum upp í skarðið til að loka. Ég held þeir séu ekki í beinni hættu.“

Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi.

Heimild: Visir.is