Stórum áfanga náð á Skógarveginum hjá Þarfaþing hf.
Uppsteypan á 87 þjónustuíbúðum fyrir Sjómannadagsráð lauk í síðustu viku eftir rúmlega 12 mánaða törn.
Þarfaþing ehf. er búið að vera með 20 hörkuduglega menn sem komu hingað til lands sérstaklega í þetta verkefni fyrir þá og hafa séð um uppsteypuna.

Það er búið að steypa um 4700m3 á þessum tíma sem eru um 390 m3 á mánuði sem eru flott afköst.
Það eru um 522 steypubílar. Sem gerir á mánuði um 43 bíla eða um 1,5 á dag alla daga ársins.
Heimiid: Facebooksíða Þarfaþings