Home Fréttir Í fréttum Heimilt að rjúfa veginn og fylla nú í skarðið

Heimilt að rjúfa veginn og fylla nú í skarðið

230
0
Gert er ráð fyrir að hraunið renni norður fyrir Sýlingafell og svo í vesturátt. Þar sem Grindavíkurvegur þverar garðinn er skarð og er lögð áhersla á að loka því. Kort/mbl.is

Tækja­stjór­um sem hafa verið að vinna við varn­argarðana í kring­um Svar­stengi hef­ur verið gefið grænt ljós að rjúfa Grinda­vík­ur­veg sé þörf á því og eru þeir þegar byrjaðir að ýta efni í skarðið þar sem Grinda­vík­ur­veg­ur fer í gegn­um varn­argarðinn að norðan. Þetta seg­ir Arn­ars Smára Þor­varðar­son­ar, bygg­inga­tækni­fræðings hjá Verkís, en hann er einn um­sjón­ar­manna verks­ins.

<>

Þrátt fyr­ir að mögu­lega tak­ist að koma í veg fyr­ir að hraun flæði að Svartsengi gæti hita­veitu­lögn frá Svartsengi að Reykja­nes­bæ orðið næst á vegi hrauns­ins, en það myndi stöðva heita­vatns­rennsli til bæj­ar­ins.

Vinna á stóru ýt­un­um við að fylla í skarðið

Arn­ar seg­ir að ekki sé enn búið að rjúfa veg­inn, en að al­manna­varn­ir hafi gefið grænt ljós til þess. Einn starfsmaður Verkís fór með Land­helg­is­gæsl­unni áðan til að skoða vett­vang­inn, eft­ir að vinnusvæðið hafði verið rýmt þegar byrjaði að gjósa.

Ein­hverj­ir starfs­menn eru farn­ir af svæðinu, en hann seg­ir tækja­stjóra á stóru ýt­un­um nú vinna við að fylla í skarðið við Grinda­vík­ur­veg.

Flest­ir garðar til­bún­ir

Varn­argarðarn­ir skipt­ast í L1, L2, L3, L4, L5 og L6. Strax í upp­hafi var lögð áhersla á L1 og L6, en L1 er fyrsti hluti varn­argarðar­ins vest­an við Sýl­inga­fell að norðan.

Þar er nú gert ráð fyr­ir að hraunið muni fyrst renna áður en það fer yfir Grinda­vík­ur­veg. Eins og fyrr seg­ir er nú unnið að því að fylla upp í skarðið milli L1 og L2 garðanna og sam­hliða því mögu­lega rjúfa Grinda­vík­ur­veg.

Þeir garðar sem eru full­kláraðir í dag eru all­ir garðar utan L4 að sögn Arn­ar, fyr­ir utan fyrr­nefnt skarð við Grinda­vík­ur­veg og skarð við hita­veitu­lögn.

Renni hraunið norður fyr­ir Sýl­inga­fell og í vesturátt meðfram varn­ar­görðunum gæti það endað á heita­vatns­lögn­inni sem sér íbú­um Reykja­nes­bæj­ar fyr­ir heitu vatni. Ljós­mynd/​Veður­stofa Íslands

Hita­veitu­lögn­in óvar­in

Eins og sjá má á kort­inu er þó aðeins hálf­ur sig­ur unn­inn ef tekst að varna hraun­inu að renna inn skarðið að Svartsengi. Aðeins vest­ar er nefni­lega heita­vatns­lögn­in sem ligg­ur frá Svartsengi að Reykja­nes­bæ og út­veg­ar bæn­um heitt vatn.

Arn­ar seg­ir að í raun sé ekki hægt að verja lögn­ina sjálfa. Hún liggi þvert á rennslis­stefnu hrauns­ins ef það fer þessa leið. „Þá er ekk­ert hægt að gera til að verja lögn­ina,“ seg­ir hann. Bend­ir hann á að ekki sé hægt að moka efni ofan á lögn­ina því hún þoli það ekki.

HS veit­ur höfðu þegar hafið vinnu við að und­ir­búa niðurgrafna lögn. Sú vinna var í und­ir­bún­ingi og vél­ar voru til­bún­ar til að grafa skurði, en ekki var komið efni á staðinn.

Heimild: Mbl.is