Home Fréttir Í fréttum Mikil uppbyggingí Þingeyjarsveit

Mikil uppbyggingí Þingeyjarsveit

108
0
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri, Brynleifur Siglaugsson hjá BH bygg og Gerður Sigtryggsdóttir oddviti að taka við lyklunum að Klappahrauni.

„Það er mikil uppbygging í sveitarfélaginu um þessar mundir,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í Þingeyjarsveit.

<>

„Mikil fjölgun hefur verið í sveitarfélaginu síðastliðið ár og allt sem bendir til að svo verði áfram, og kemur sér því vel á fá fleiri íbúðir inn á húsnæðismarkaðinn.“

Nýverið fengu Þingeyjarsveit og Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar afhentar fjórar nýjar íbúðir, tvær í Reykjahlíð og tvær á Laugum

Í Reykjahlíð fékk sveitarfélagið afhentar tvær fjögurra herbergja raðhúsaíbúðir í Klapparhrauni, 116,9 m2 að flatarmáli hvor, byggðar af BH bygg ehf.

Íbúðirnar við Lautarveg á Laugum eru í eigu Leiguíbúða Þingeyjarsveitar og eru þær tveggja herbergja 66,7m2 byggðar af J. Jónssyni ehf.

Íbúðirnar í Klappahrauni og Lautavegi verða auglýstar til leigu á næstu dögum.

Húsið við Klapparhraun 9 í Reykjahlíð.

Fleiri íbúðir í farvatni

Ragnheiður Jóna segir að til að koma á móts við þá fjölgun sem er í sveitarfélaginu þurfi að halda áfram uppbyggingu íbúða og ætli sveitarstjórn að skoða fýsileika þess að fara í samstarf við Leigufélagið Bríet um áframahaldandi uppbyggingu og rekstur íbúða í sveitarfélaginu. Strax á næsta ári munu tvær íbúðir í eigu Bríetar við Lautarveg á Laugum fara í útleigu.

Einnig hyggst sveitarstjórn í samstarfi við stjórn Leiguíbúða Þingeyjarsveitar skoða fýsileika þess að sameina Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. við húsnæðissamvinnufélagið Brák hses. og halda áfram uppbyggingu íbúða í almenna leigukerfinu.

Á myndinni hér fyrir ofan er Ragnheiður Jóna sveitarstjóri með Jóni Illugasyn hjá J. Jónsson ehf sem byggði íbúðirnar á Laugum.

Þá nefnir sveitarstjóri að Jarðböðin seú með í byggingu 5 íbúðir sem verða tilbúnar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Þá er áformað að byggja 3 íbúðir til viðbótar sem yrðu tilbúnar á árinu 2025, annig að alls eru Jarðböðin að bæta við hjá sér 8 íbúðum. Einkaaðilar eru einnig að byggja íbúðir í sveitarfélaginu.

Heimild: Vikubladid.is