Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Eins og hamraborg sem gnæfir yfir Þingholtin

Eins og hamraborg sem gnæfir yfir Þingholtin

85
0
Mynd: mbl.is/Arnþór

Upp­steypu á meðferðar­kjarn­an­um er að ljúka og er byrjað að klæða fyrsta hluta húss­ins.

<>

Af því til­efni sýndu þau Ólaf­ur M. Birg­is­son og Bergþóra Smára­dótt­ir Morg­un­blaðinu fram­kvæmda­svæðið en þau starfa hjá Nýja Land­spít­al­an­um ohf.

Meðal ann­ars sýndu þau Morg­un­blaðinu þakið á bygg­ing­unni en eins og sjá má á mynd­inni hér fyr­ir ofan er það jafn hátt Skóla­vörðuholt­inu. Fyr­ir vikið fæst þetta óvenju­lega sjón­ar­horn á Hall­gríms­kirkju.

Á leiðinni um þakið var stokkið yfir rauf­ina sem er á mynd­inni hér að neðan. Urðu menn þá loft­hrædd­ir en hún nær alla leið niður á jarðhæð.

Ólaf­ur M. Birg­is­son út­skýr­ir að rauf­in sé 16-17 cm breið og gegni til­teknu hlut­verki. Mynd: mbl.is/​Arnþór

Skap­ar svig­rúm í jarðskjálfta
Ólaf­ur út­skýr­ir að rauf­in sé 16-17 cm breið og gegni til­teknu hlut­verki. „Það er gert ráð fyr­ir að bygg­ing­arn­ar geti hreyfst til í stór­um jarðskjálfta og hafa stang­irn­ar því sitt rými. Þannig að ef stór jarðskjálfti ríður yfir geti spít­al­inn verið starfs­hæf­ur inn­an skamms tíma,“ seg­ir Ólaf­ur.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is