Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Verksamningur undirritaður á Borg

Verksamningur undirritaður á Borg

226
0
Fulltrúar Grímsnes- og Grafningshrepps, Jarðtækni og JJ pípulagna eftir undirritun samningsins. (f.v.) Ragnar Guðmundsson, Iða Marsibil Jónsdóttir, Gunnar Egill Karlsson, Jónas Ævarr Jónasson, Gunnar Þórisson. Ljósmynd/Aðsend

Í dag undirritaði Grímsnes- og Grafningshreppur verksamning við Jarðtækni ehf. og JJ pípulagnir ehf. um framkvæmdir við gatnagerð í nýrri íbúðabyggð og miðsvæði á Borg í Grímsnesi.

<>

Um er að ræða þrjár götur, Miðtún, Borgartún og Lækjartún. Á miðsvæðinu er gert ráð fyrir lóð undir verslun, eldsneytis og rafhleðslustöð, atvinnustarfsemi og hótel.

Verkið felur í sér lagningu vega, gangstíga, lagna, lýsingar, kantsteina og frágang á svæði. Samtímis verður gangsett ný fullkomin skólphreinsistöð fyrir svæðið.

Við Borgartún og Lækjartún er gert ráð fyrir blandaðri byggð einbýlis-, rað-, par- og fjölbýlishúsa. Verklok eru í september 2024. Stefnt er á úthlutunarferli á miðsvæði í janúar 2024.

Sex tilboð bárust í verkið og áttu Jarðtækni ehf. og JJ pípulagnir ehf. lægsta tilboðið, 185,8 milljónir króna sem er 80% af áætluðum verktakakostnaði.

Heimild: Sunnlenska.is