Home Fréttir Í fréttum Eru reikni­vélar fram­tíðin fyrir við­skipta­vini verk­taka?

Eru reikni­vélar fram­tíðin fyrir við­skipta­vini verk­taka?

265
0
Með nýju reiknivélum ÞakCo og FagCo getur fólk sparað sér tíma og fengið verð í vinnuliði á öllum tegundum parkets, hurða og innréttinga sem í boði eru, án þess að hafa sambandi við verktaka.

Fyrirtækin ÞakCo og FagCo hafa sett í loftið nýjar reiknivélar þar sem hægt er að fá áætlað verð í parketlagningu og uppsetningu hurða eða innréttinga á innan við mínútu.

<>

Með nýju reiknivélunum getur fólk sparað sér tíma og fengið verð í vinnuliði á öllum tegundum parkets, hurða og innréttinga sem í boði eru, án þess að hafa sambandi við verktaka.

Fyrir tveimur árum opnaði verktakafyrirtækið ÞakCo fyrstu reiknivélina fyrir viðskiptavini verktaka og snéri hún að þökum. Hugmyndin á bak við reiknivélina var að viðskiptavinir gátu fengið kostnaðaráætlun á þakskiptum með aðeins örfáum smellum.

Snævar Már Jónsson, eigandi ÞakCo.

Þetta var í fyrsta sinn sem viðskiptavinur gat fengið kostnað í verk án þess að hafa beint samband við verktaka. Reiknivélin sló heldur betur í gegn og fara nú 50.000 heimsóknir árlega í gegnum þakreiknivél Þakco.

„Nýju reiknivélarnar er stutt og einfalt ferli þar sem fólk getur til dæmis valið sér parket í búð og fengið verð í parketlögnina á staðnum,” segir Snævar Már Jónsson, eigandi ÞakCo.

„Þetta er einfaldlega framtíðin – það sést á öllu í kringum okkur. Fólk getur séð heildarkostnað við verkin án þess að þurfa að kalla til verktaka og fá tilboð. Ef þér líst vel á, getur þú svo fengið formlegt tilboð á nokkrum mínútum.”

Nánari upplýsingar á vef ÞakCo.

Heimiild: Visir.is