Home Fréttir Í fréttum Reynisfjallsgöng eini kosturinn

Reynisfjallsgöng eini kosturinn

101
0
Kort/mbl.is

„Til lengri tíma litið eru jarðgöng und­ir Reyn­is­fjall eini raun­hæfi kost­ur­inn, enda ger­ir aðal­skipu­lag ráð fyr­ir slíku,“ seg­ir Bjarni Jón Finns­son í Vík í Mýr­dal. Hann er talsmaður þrýsti­hóps sem kall­ar sig Vini veg­far­and­ans sem nú læt­ur til sín taka varðandi sam­göngu­mál þar eystra.

<>

Fyr­ir skemmstu var kynnt skýrsla til um­hverf­is­mats, sem unn­in var fyr­ir Vega­gerðina, um upp­bygg­ingu á hring­veg­in­um um Mýr­dal. Sú miðar að því að taka á þeim þrösk­uldi sem fjall­veg­ur­inn yfir Gatna­brún ofan við Vík­urþorp er.

Varðandi vega­bæt­ur í Mýr­dal er tvennt í boði. Annað er að leggja veg frá bæn­um Skeiðflöt til aust­urs um ósa­svæði að Reyn­is­fjalli þar sem gerð yrðu göng und­ir fjallið með munna nærri Vík­urþorpi.

Þar, aust­an fjalls, yrði veg­ur um fjör­una sunn­an við kaup­túnið sem tengj­ast myndi nú­ver­andi þjóðvegi aust­an við byggðina. Hinn mögu­leik­inn er að veg­ur­inn verði áfram yfir fjall á svipuðum stað en að breyt­ing­ar til bóta verði gerðar svo sem í Grafargili inn af Vík.

Og slíkt er leiðin sem Vega­gerðin vill að far­in verði. Að end­ur­bæta leið yfir fjall og færa veg­stæðið rétt norður fyr­ir Vík­ina er í mats­skýrslu sagt upp­fylla mark­mið um „bætt um­ferðarör­yggi, greiðfærni og færslu hring­veg­ar út fyr­ir þétt­býli“.

Um jarðgöng seg­ir að slík fram­kvæmd sé dýr og stytt­ing leiða yrði óveru­leg. Þá muni göng seint standa und­ir sér þó að veg­gjöld yrðu inn­heimt. Einnig er nefnt að strönd­in við Vík, þar sem veg­ur yrði lagður, sé út­sett fyr­ir ágangi sjáv­ar og fram­kvæmd­ir þar feli í sér áhættu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is