Home Fréttir Í fréttum Farnir að fikra sig nær Bláa lóninu

Farnir að fikra sig nær Bláa lóninu

117
0
Vinnan við gerð varnargarða í kringum Svartsengi gengur vel. mbl.is/Eyþór Árnason

Ari Guðmunds­son, verk­fræðing­ur hjá Verkís, seg­ir að vinn­an við gerð varn­argarða í kring­um Svartsengi gangi vel en vinn­an hófst upp úr miðjum nóv­em­ber.

<>

„Fram­kvæmd­irn­ar ganga bara mjög vel og eru á áætl­un. Við erum farn­ir að fikra okk­ur nær Bláa lón­inu en það er eini staður­inn sem er ennþá opin. Á Sund­hnúkaröðinni upp á hæðinni er til dæm­is varn­argarður­inn langt kom­inn,“ seg­ir Ari í sam­tali við mbl.is.

Ari seg­ir að unnið sé all­an sól­ar­hring­inn við gerð varn­argarðanna en um nýliðna helgi hafi mönn­um verið gefið smá frí. Hann seg­ir að ekki sé al­veg búið að setja niður fasta dag­setn­ingu varðandi verklok.

„Upp úr miðjum mánuðinum ætti að vera kom­in góð mynd á þetta en við erum komn­ir með meira en helm­ing af öll­um mass­an­um inn í garðastæðið,“ seg­ir Ari.

Hann seg­ir að jafnaði hafi 60-70 manns unnið að gerð varn­argarðanna.

Heimild: Mbl.is