Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Um 500 metra vantar upp á

Um 500 metra vantar upp á

165
0
Vörubílar á ferðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins vant­ar um 500 metra upp á að tengja varn­argarðana tvo í kring­um Svartsengi sam­an.

<>

Ann­ar þeirra ligg­ur sam­síða Sund­hnúkagígaröðinni og Haga­felli, aust­an við Þor­björn, og er hann orðinn um 1.400 metra lang­ur.

Hinn garður­inn, sem ligg­ur frá Sýl­ing­ar­felli að Þor­birni í kring­um orku­verið Svartsengi og Bláa lónið, er orðinn um 3.800 metra lang­ur, að sögn Arn­ars Smára Þor­varðar­son­ar, bygg­inga­tækni­fræðings hjá Verkís.

Blaðamaður og ljós­mynd­ari mbl.is voru á svæðinu í gær til að fylgj­ast með fram­kvæmd­um.

Varn­argarður­inn sam­síða Sund­hnúkagígaröðinni og Haga­felli, aust­an við Þor­björn, er orðinn um 1.400 metra lang­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Náð fyrsta áfanga víðast hvar
Víðast hvar hafa garðarn­ir náð fyrsta áfanga í hæð yfir hápunkti í lands­lag­inu, eða þrem­ur metr­um, og er verið að breikka þá til að þeir nái öðrum áfang­an­um, eða um fimm metr­um.

Um 20 til 30 vöru­bíl­ar með mis­stór­um pöll­um hafa verið notaðir til verks­ins, ásamt gröf­um og jarðýtum.

mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Af­tengt frá flutn­ings­kerf­inu
Að sögn Arn­ars Smára var hlé gert á fram­kvæmd­um á því svæði þar sem Landsnet reisti nýtt mast­ur í dag við varn­argarðinn.

Fyr­ir vikið var orku­verið Svartsengi af­tengt frá flutn­ings­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins í dag. Fram­kvæmd­ir við varn­argarðana ganga ann­ars vel, bæt­ir hann við.

Heimild: Mbl.is