Home Fréttir Í fréttum Loka hluta af húsnæði Reykjalundar

Loka hluta af húsnæði Reykjalundar

54
0
Loka þarf hluta af húsnæði Reykjalundar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Loka þarf hluta af hús­næði Reykjalund­ar, þar sem nokkr­ar af bygg­ing­um heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar eru í bágu ásig­komu­lagi. Úttekt verk­fræðistofu sýn­ir að óheil­næmt sé fyr­ir sjúk­linga og starfs­fólk að dvelja í hús­næðinu.

<>

Gerðar verða ráðstaf­an­ir svo ekki þurfi að draga úr starf­sem­inni en hluta þess gist­i­rým­is sem nýst hef­ur fólki af lands­byggðinni þarf þó að loka al­farið. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykjalundi.

Stjórn­end­ur óskuðu eft­ir út­tekt á hús­næðinu
Stjórn­end­ur Reykjalund­ar óskuðu eft­ir út­tekt á hús­næðinu vegna áhyggna starfs­fólks og stjórn­enda um að hluti hús­næðis­ins stæðist ekki kröf­ur. Hvorki til veit­ing­ar heil­brigðisþjón­ustu við viðkvæmra sjúk­linga­hópa, né sem vinnustaður starfs­fólks.

Viðamik­il út­tekt verk­fræðistofu á hús­næðinu hófst síðasta sum­ar og staðfest­ir hún grun um ófull­nægj­andi ástand í hluta af hús­næðinu. Fram­kvæmda­stjórn Reykjalund­ar hef­ur því tekið ákvörðun um að loka þeim hluta af hús­næðinu frá og með næstu helgi.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig staðið verði að viðgerðum eða fjár­mögn­un þeirra. Eng­ir fjár­mun­ir eru eyrna­merkt­ir viðhaldi eða upp­bygg­ingu á aðstöðu fyr­ir starf­sem­ina í þjón­ustu­samn­ingi Reykjalund­ar við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Reynt að lág­marka áhrif lok­un­ar­inn­ar á þjón­ustu
Þá seg­ir jafn­framt að reynt verði eins og kost­ur er að lág­marka áhrif lok­un­ar­inn­ar á starf­semi Reykjalund­ar.

Sjúkra­trygg­ing­um Íslands, sem er samn­ingsaðili af hálfu rík­is­ins, vegna þeirr­ar þjón­ustu sem veitt er á Reykjalundi, hef­ur verið til­kynnt um ástandið. Þá hef­ur heil­brigðisráðherra verið upp­lýst­ur og starfs­fólk heil­brigðisráðuneyt­is­ins. Óvissa rík­ir um hversu lengi lok­un­in muni vara.

Þjón­ustu­samn­ing­ur við Sjúkra­trygg­ing­ar að renna út
Í þjón­ustu­samn­ingi Reykjalund­ar við Sjúkra­trygg­ing­ar er kveðið á um að greiðslur vegna samn­ings­ins megi ein­ung­is nýta til þjón­ustu við sjúk­linga en nú­ver­andi samn­ing­ur renn­ur út þann 31. mars næst­kom­andi.

SÍBS hef­ur frá stofn­un Reykjalund­ar greitt kostnað við upp­bygg­ingu og viðhald og út­vegað Reykjalundi hús­næði end­ur­gjalds­laust og er öll starf­semi þess­ara aðila óhagnaðardrif­in.

Eft­ir því sem hús­næðið hef­ur orðið eldra og viðhalds­frek­ara þá dug­ar styrkt­ar- og söfn­un­ar­fé SÍBS ekki leng­ur til og því hef­ur ein­ung­is verið unnt að sinna lág­marks­viðhaldi á Reykjalundi síðustu ár. Stjórn­völd hafa verið upp­lýst um að hús­næðismál Reykjalund­ar væru ekki sjálf­bær, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

Gist­i­rým­um fyr­ir sjúk­linga af lands­byggðinni fækk­ar
Niður­stöður út­tekt­ar­inn­ar og ákvörðun Reykjalund­ar um að loka hluta hús­næðis­ins voru kynnt­ar starfs­fólki Reykjalund­ar í há­deg­inu. Í fram­hald­inu verður rætt við sjúk­linga sem eru í meðferð og þá sem eiga að koma á næst­unni til meðferðar.

Ljóst er að færri gist­i­rými munu standa sjúk­ling­um utan af landi til boða þar sem hluti þess sem nú er lokað eru gist­i­rými sem notuð hafa verið fyr­ir fólk sem dvel­ur á staðnum á meðan meðferð þess stend­ur. Reynt verður að leysa úr þeirra mál­um eins og kost­ur er.

Eng­ir fjár­mun­ir til viðgerða á hús­næði
Alls munu 32 starfs­menn missa vinnuaðstöðu sína sam­hliða lok­un hús­næðis­ins en alls starfa um 180 á Reykjalundi. Starf­semi Reykjalund­ar verður tak­mörkuð á morg­un, föstu­dag, þegar reynt verður að skipu­leggja nýj­ar starfs­stöðvar fyr­ir um­rætt starfs­fólk til bráðabirgða. Slíkt fyr­ir­komu­lag geng­ur þó ekki upp til lengri tíma.

Það er von Reykjalund­ar að hægt verði að finna lausn sem trygg­ir sam­fellda og órofna þjón­ustu við sjúk­linga til bæði skamms og langs tíma ásamt því að geta boðið upp á góða vinnuaðstöðu fyr­ir starfs­fólk.

Kannaðir verða mögu­leik­ar á leigu fær­an­legra hús­ein­inga eða flutn­ingi tíma­bundið í annað hús­næði. Vand­inn er að litl­ir sem eng­ir fjár­mun­ir eru til staðar til að greiða fyr­ir leigu slíks hús­næðis, eða til að hefja viðgerðir á nú­ver­andi hús­næði.

Stjórn­end­ur Reykjalund­ar harma þau óþæg­indi sem þetta hef­ur í för með sér fyr­ir sjúk­linga og vinnu starfs­fólks og skora á heil­brigðis­yf­ir­völd að taka full­an þátt í að finna far­sæl­ar lausn sem allra fyrst, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is