Home Fréttir Í fréttum Opnun tilboða í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti í Garðabæ

Opnun tilboða í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti í Garðabæ

548
0
Ljós­mynd/​Garðabær

Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 21.11.2023

<>
Tilboð í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti.
Lögð voru fram 351 óopnuð umslög með tilboðum í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti, sbr. tilkynningu um sölu á byggingarrétti lóða á Hnoðraholti sem birt var á vef Garðabæjar 3. nóvember 2023.

Tilboðin komu frá söluaðilum, þ.e. Torg – fasteignasölu, Garðatorg eignamiðlun, Fasteignamarkaðinum og Fasteignasölunni Miklaborg.

Öll tilboð voru móttekin fyrir kl. 12:00, föstudaginn 17. nóvember 2023

Umslögin voru opnuð og tilboðin flokkuð eftir tegundum lóða.
Tilboð í fjölbýlishúsalóðir 103.
Tilboð í par/raðhúsalóðir 215.
Tilboð í einbýlishúsalóðir 491.

Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 28. nóvember 2023.

Tilboð í byggingarétt lóða 2.áfangi einbýlishúsalóðir.pdf
Tilboð í byggingarétt lóða 2.áfangi rað og parhúsalóðir.pdf
Tilboð í byggingarétt lóða 2.áfangi fjölbýlishúsalóðir.pdf

Heimild: Gardabaer.is