Home Fréttir Í fréttum Norvik eignast 95% í Bergs Timber og boðar af­skráningu

Norvik eignast 95% í Bergs Timber og boðar af­skráningu

77
0
Jón Helgi Guðmundsson, aðaleigandi Norvik. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Eigendur að 36,7% hlut í Bergs Timber samþykktu yfirtökutilboð Norviks.

<>

Norvik, eignarhaldsfélag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, hefur eignast 95,4% hlut í Bergs Timber AB að loknu yfirtökutilboði sem rann út í dag. Norvik segist í tilkynningu ætla að óska eftir afskráningu Bergs úr kauphöllinni Nasdaq Stockholm og innlausn útistandandi hluta í Bergs.

Norvik átti fyrir kaupin 58,7% hlut í Bergs Timber og og beindist tilboðið því að 41,3% hlut í félaginu í eigu ríflega 12.000 hluthafa. Eigendur að 36,7% hlut í Bergs samþykktu tilboðið sem felur í sér að samtals eignarhlutur Norvik í félaginu mun nema 95,4%.

Norvik hefur veitt þeim hluthöfum sem ekki hafa þegar gengið að tilboðinu viðbótar frest til 12. desember til að samþykkja tilboðið.

„Allir fyrirvarar tilboðsins, meðal annars samþykki samkeppnisyfirvalda á Íslandi og í Lettlandi, hafa verið uppfylltir og munu viðskiptin því ganga í gegn með uppgjöri 30. nóvember,“ segir í tilkynningunni.

Tilboðið Norvik hljóðaði upp á gengið 44,50 sænskar krónur fyrir hvern hlut í Bergs í reiðufé. Tilboðsverðið var 86% yfir dagslokagengi timburfélagsins á síðasta viðskiptadeginum áður en tilboðið var lagt fram.

Skjáskot: Vb.is

Heildarverðmæti hlutafjár Bergs í tilboði Norvik var áætlað 1,54 milljarðar sænskra króna sem samsvarar um 20 milljörðum íslenskra króna. Þegar yfirtökutilboðið var kynnt sagðist Norvik hafa komist að þeirri niðurstöðu að möguleikar Bergs Timber væru meiri í óskráðu umhverfi.

„Stefnt var á yfirtökur og önnur tækifæri sem fæli í sér að eignarhlutur Norvik í félaginu færi lækkandi. Sú stefna hefur ekki gengið eftir auk þess sem markaðsaðstæður hafa breyst til verri vegar. Til viðbótar hafa nýlegar aðgerðir, fjárfestingar og verkefni hjá Bergs ekki endurspeglast í skráðu gengi félagsins,“ sagði Norvik í tilkynningu í lok síðasta mánaðar.

Norvik hefur verið stærsti hluthafi Bergs Timber frá árinu 2016. Eignarhluturinn kom til í kjölfar sölu Norvik á erlendri starfsemi sinni til Bergs.

Heimild: Vb.is