Home Fréttir Í fréttum Spáir mikilli verðhækkun

Spáir mikilli verðhækkun

240
0
Launahækkanir síðustu ára hafa haft veruleg áhrif á íbúðaverð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Krist­inn Þór Geirs­son fram­kvæmda­stjóri Snorra­húsa spá­ir því að nafn­verð íbúðaverðs muni hækka um fjórðung árin 2025 eða 2026 eft­ir að Seðlabank­inn hef­ur lækkað vexti.

<>

Árin 2017 og 2021 hafi orðið slík­ar hækk­an­ir á íbúðaverði á Íslandi að ræða megi um „stökk­breyt­ingu“. „Ég spái því að þriðja slíka stökk­breyt­ing­in verði þegar Seðlabank­an­um verður ekki leng­ur stætt á að halda aft­ur af markaðnum. Þá fer þetta á fullt,“ seg­ir Krist­inn Þór um horf­urn­ar.

Þrýst upp eigna­verði

Krist­inn Þór seg­ir aukið pen­inga­magn í um­ferð um­fram hag­vöxt hafa þrýst upp eigna­verði á Íslandi. Vegna erfiðra aðstæðna á íbúðamarkaði íhugi fyr­ir­tæki hans að taka óseld­ar íbúðir við Snorra­braut úr sölu og setja á leigu þar til verðið hef­ur hækkað.

„Ég held að við höf­um aldrei í Íslands­sög­unni séð jafn mikið brask með lóðir eins og út af þess­ari þétt­ing­ar­stefnu,“ seg­ir Krist­inn Þór. Borg­ar­stjóri hafi reiðst þeirri gagn­rýni.

Aðlög­un fram und­an

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir að verði raun­vext­ir háir í ein­hvern tíma muni fast­eigna­verð gefa eft­ir að lok­um. Hann seg­ir að stjórn­völd þurfi að huga að fram­boðshlið fast­eigna­markaðar­ins. Margt bendi til frek­ari aðlög­un­ar á þeim markaði á kom­andi miss­er­um.

Launa­hækk­an­ir síðustu ára hafa haft veru­leg áhrif á íbúðaverð.

Yngvi Harðar­son fram­kvæmda­stjóri Ana­lytica seg­ir raun­laun á Íslandi hafa hækkað jafnt og þétt frá árs­byrj­un 2015 og um­fram fram­leiðni á tíma­bil­inu. Með því að raun­laun séu að hækka um­fram fram­leiðni séu laun að hækka um­fram inn­stæðu á Íslandi.

Því megi al­mennt álykta að hækk­un raun­launa um­fram fram­leiðni skerði sam­keppn­is­stöðu lands­ins, auki lík­ur á viðskipta­halla og myndi verðbólguþrýst­ing þegar fram í sæki.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu og ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is