Home Fréttir Í fréttum Meira jafn­vægi virðist að komast á fast­eigna­markaðinn

Meira jafn­vægi virðist að komast á fast­eigna­markaðinn

59
0
Fjölgun kaupsamninga má rekja til ungra kaupenda og sölu lítilla íbúða. VÍSIR/VILHELM

„Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

<>

Þar segir að vísbendingar séu um aukin viðskipti með íbúðir en 784 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru gerðir í september, 110 fleiri en voru gerðir í ágúst. Fjölgunin er fyrst og fremst bundin við höfuðborgarsvæðið.

Þá segir að fjölgunina megi rekja aðallega rekja til ungra kaupenda og sölu á litlum íbúðum.

„Þrátt fyrir þetta heldur framboð íbúða áfram að aukast og eru nú um 3.500 íbúðir til sölu á landinu öllu, þar af rúmlega 2.200 á höfuðborgarsvæðinu.

Um helmingur íbúða til sölu í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi eru nýjar íbúðir,“ segir í samantektinni.

Hrein ný íbúðalán til heimila námu 12,9 milljörðum króna í september. Ný verðtryggð íbúðalán til heimila námu 30,1 milljarði króna og þá segir að uppgreiðslur óverðtryggða lána hafi aukist mikið en alls voru 17,2 milljarðar af óverðtryggðum lánum greidd upp.

„Uppgreiðslur óverðtryggðra lána eru nú um tvöfalt meiri en uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum.

Það sem af er ári hafa lífeyrissjóðir lánað umfram uppgreiðslur og aðrar umframgreiðslur fyrir 49,6 ma. kr. samanborið við 41 ma. kr. sem bankar hafa lánað í formi nýrra íbúðalána til heimila.

Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði hefur því vaxið á árinu úr 22,8% í byrjun árs og er nú 24% en hæst fór hlutdeild þeirra í útistandandi íbúðalánum til heimila í 29,6% í apríl 2020.“

Heimild: Visir.is