Home Fréttir Í fréttum Miðgarðakirkja brátt tilbúin að utan þökk sé heimamönnum

Miðgarðakirkja brátt tilbúin að utan þökk sé heimamönnum

65
0
Skjáskot/mynd: Ruv.is

Það horfir til betri vegar í kirkjuframkvæmdum í Grímsey. Þessa dagana eru Grímseyingar á fullu í sjálfboðavinnu við að klára kirkjuna að utan.

<>

Peningar til kirkjuframkvæmda í Grímsey kláruðust og þá voru góð ráð dýr. Nú hafa heimamenn tekið höndum saman og vinna að því að klára nýju kirkjuna að utan.

Það hafa skipst á skin og skúrir í kirkjuframkvæmdum í Grímsey. Eftir að kirkjan brann var mikill hugur í heimafólki sem ákvað um leið að endurreisa hana.

Brátt fór verkið langt fram úr kostnaðaráætlun og stöðva þurfti framkvæmdir. Nú er aftur á móti að sjá líf á ný í kirkjunni þar sem heimamenn verja frítíma sínum í að klára það sem þarf fyrir veturinn.

Sigurður Henningsson og Ingólfur Bjarni Svafarsson voru upp á þaki kirkjunnar þegar fréttastofu bar að garði. Það var fimmti dagurinn þeirra í þakframkvæmdum.

Hvorugur sjái eftir frítíma sínum í verkið. „Það er bara fínt að hafa eitthvað að gera,“ segir Ingólfur.

Heimild: Ruv.is