Home Fréttir Í fréttum Rann­saka þjófnað í Bolungar­vík sem hleypur á mörgum milljónum

Rann­saka þjófnað í Bolungar­vík sem hleypur á mörgum milljónum

74
0
Ránið sem um ræðir átti sér stað í Bolungarvík. VÍSIR/VILHELM

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar þjófnað í Bolungarvík sem átti sér stað um helgina.

<>

Þýfið eru svokallaðir GPS hattar sem voru teknir ófrjálsri hendi af vinnuvélum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum, sem segir ljóst að andvirði þess sem var stolið hlaupi á mörgum milljónum.

Lögreglan óskar eftir öllum upplýsingum sem fólk gæti haft um þjófnaðinn.

Hún sendi einnig frá sér tilkynningu vegna málsins í gær, en þá óskaði hún eftir myndefni frá öryggismyndavélum fyrirtækja eða einkaaðila sem gætu nýst við rannsóknina.

„Lögreglan á Vestfjörðum er með málið til rannsóknar og óskar eftir upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu frá eftirmiðdegi föstudags til klukkan 21:30 á laugardagskvöldinu,“ sagði í þeirri tilkynningu.

Heimild: Visir.is