Home Fréttir Í fréttum Miklabraut í stokk eða göng

Miklabraut í stokk eða göng

91
0
Svona stóðu framkvæmdir um síðustu mánaðamót. Ljósmynd/NLSH

Fram kom á kynn­ing­ar­fundi um upp­bygg­ingu í borg­inni á föstu­dag að nú sé ekki gert ráð fyr­ir mörg­um íbúðum við fyr­ir­hugaðan Sæ­braut­ar­stokk.

<>

Stokk­ur­inn er hluti af fyrsta áfanga borg­ar­línu en hún mun aka yfir hann og um­ferðina og áfram yfir brú yfir Elliðaár­vog og þaðan upp á Ártúns­höfða.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, fjallaði á fund­in­um jafn­framt um þau áform að setja hluta Miklu­braut­ar í stokk. Sam­kvæmt fyrri kynn­ing­um stend­ur til að þétta byggð meðfram stokkn­um. Þar með talið við Safa­mýr­ina.

Dag­ur ræddi um hvernig borg­ar­um­hverfið breyt­ist þegar Mikla­braut fer í stokk eða göng.

„Þessi framtíð er kannski nær okk­ur held­ur en fólk grun­ar eins og Sæ­braut­ar­stokk­ur­inn sem teng­ist því að ná borg­ar­lín­unni yfir Elliðaár­vog­inn. Frum­hönn­un sýn­ir þó að það verður ekki hægt að byggja mikið ofan á þeim stokki,” sagði Dag­ur meðal ann­ars í kynn­ingu sinni.

Borg­ar­stjóri kynnti þessi drög á fundi sl. föstu­dag. Teikn­ing/​Lands­lag/​Arkís/​Mann­vit

Val­kost­irn­ir að skýr­ast
Spurður hvar áform um stokk standa varðandi Kringl­una og Safa­mýr­ina seg­ir Dag­ur að mál­in muni senn skýr­ast.

„Við eig­um von því að val­kost­irn­ir varðandi stokk eða göng und­ir Miklu­braut séu að skýr­ast núna í tengsl­um við upp­færslu sam­göngusátt­mál­ans. Það er eitt af mik­il­væg­ustu úr­lausn­ar­efn­un­um þar.“

– Þá fyr­ir ára­mót?

„Það hef­ur verið stefnt að því, já, en ég þori ekki að lofa neinni dag­setn­ingu í því efni. Það get­ur skapað ákveðin tæki­færi fyr­ir deili­skipu­lagið á Kringlu­svæðinu en við höf­um um nokk­urra ára skeið verið með það á dag­skrá að þróa þar íbúa­byggð í sam­vinnu við Reiti og aðra hags­munaaðila. Og það er full­ur vilji til þess að fyrstu áfang­arn­ir í því verk­efni fari að líta dags­ins ljós.“

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is