Home Fréttir Í fréttum Borgin hyggst ræða við ÞG Verk

Borgin hyggst ræða við ÞG Verk

290
0
Lóðin er á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Reykja­vík­ur­borg hyggst ræða við verk­taka­fyr­ir­tækið ÞG Verk um hvort það vilji ganga frá kaup­um á bygg­ing­ar­lóðinni Naut­hóls­veg­ur 79. Full­trúi borg­ar­inn­ar staðfesti þetta en Morg­un­blaðið hef­ur fjallað um um­rædda lóð.

<>

Borg­in bauð hana upp síðastliðið sum­ar og rann útboðsfrest­ur út 29. júní. Fé­lagið Skientia bauð hæst í lóðina eða 751 millj­ón króna. Næst kom fé­lagið ÞG Asp­ar­skóg­ar, dótt­ur­fé­lag ÞG Verks, sem bauð 665 millj­ón­ir króna.

Reir var með þriðja hæsta boðið eða 419 millj­ón­ir króna og fé­lagið B28 Fast­eign­ir ehf. í fjórða sæti með 315,12 millj­ón­ir króna. Loks var fé­lagið Svörtu hamr­ar ehf. í fimmta sæti en það bauð 217 millj­ón­ir og 103 krón­ur í lóðina.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is