Home Fréttir Í fréttum Bjóða almenningi á opnun húsnæðisins í Bolungarvík

Bjóða almenningi á opnun húsnæðisins í Bolungarvík

80
0
Laxsláturhús Arctic Fish í Bolungarvík verður formlega opnað á laugardag. mbl.is/Helgi Bjarnason

Arctic Fish opn­ar form­lega glæ­nýja laxa­vinnslu sína í Bol­ung­ar­vík á laug­ar­dag. Húsið, sem nefnst Drimla, verður opið al­menn­ingi milli tólf til þrjú síðdeg­is.

<>

Hús­næðið er alls 5.000 fer­metr­ar og er af­kasta­geta húss­ins 15 tonn á klukku­stund. Vinnsl­an er hlaðin ýms­um búnaði og lausn­um af nýj­ustu gerð og er búnaður­inn að mestu leiti frá ís­lensk­um aðilum.

Heild­ar­fjárfest­ing­in í húsi og tækj­um nem­ur á bil­inu 4 til 5 millj­örðum króna, en fram­kvæmd­ar­tím­inn hef­ur verið um ár.

„All­ar líf­varn­ir eru fyrsta flokks og fisk­ur­inn fer of­urkæld­ur frá okk­ur sem trygg­ir hæstu gæði á vör­unni,“ seg­ir í færslu á Face­book-síðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Heimild: Mbl.is