Home Fréttir Í fréttum 150 milljónir í húsnæði Hólaskóla

150 milljónir í húsnæði Hólaskóla

65
0
Svona kemur aaðstaða skólans á Sauðárkróki til með að líta út, hús fyrir fiskeldiskennslu og -rannsóknir. Tölvuteikning/Verkfræðistofan Stoð

„Þetta var bæði fal­leg­ur og góður dag­ur á Hól­um,“ seg­ir Hólm­fríður Sveins­dótt­ir, rektor Há­skól­ans á Hól­um, en vilja­yf­ir­lýs­ing með Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, um að treysta starf­semi skól­ans var und­ir­rituð á málþingi á Hól­um sl. fimmtu­dag.

<>

Málþingið var haldið til heiðurs Jóni Bjarna­syni, fv. skóla­stjóra Bænda­skól­ans á Hól­um, og konu hans, Ingi­björgu S. Kolka.

Skól­inn á Hól­um hef­ur einn há­skóla á land­inu haldið úti rann­sókn­um og kennslu á sviði lagar­eld­is.

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ing­unni koma 130 millj­ón­ir kr. í upp­bygg­ingu á aðstöðu fyr­ir Fisk­eld­is- og fiska­líf­fræðideild Há­skól­ans á Hól­um en fyr­ir ligg­ur vil­yrði sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar um lóð við Borg­ar­flöt á Sauðár­króki und­ir þá starf­semi.

Áætlað er að fyrsti áfangi verði til­bú­inn næsta sum­ar. Þá verður farið í að selja bleikju­eld­is­stöðina Hóla­lax.

Aukið sam­starf við HÍ
Ráðuneyti Áslaug­ar legg­ur einnig fram 20 millj­ón­ir króna við upp­bygg­ingu á sam­eig­in­legu hús­næði Hesta­fræðideild­ar og Ferðamála­deild­ar á Hól­um.

Jafn­framt er verið að skoða fýsi­leika þess að kaupa hest­húsið Brún­astaði á Hól­um til að tryggja bet­ur nám í hesta­fræðum á staðnum.

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in nú kem­ur í kjöl­far annarr­ar slíkr­ar sem und­ir­rituð var í ág­úst sl. um aukið sam­starf og mögu­lega sam­ein­ingu Há­skól­ans á Hól­um og Há­skóla Íslands.

Viðræður hafa staðið yfir og þar er sér­stak­lega litið til þess með hvaða hætti sé hægt að efla starf­semi Hóla­skóla í sínu nærsam­fé­lagi, hvort sem um er að ræða á Hól­um eða í sveit­ar­fé­lag­inu Skagaf­irði.

Ráðuneyti Áslaug­ar hef­ur, í sam­vinnu við Há­skól­ann á Hól­um, unnið grein­ingu á starf­sem­inni og þörf­um skól­ans fyr­ir bætta aðstöðu og gagn­særri rekst­ur.

Í fram­haldi af þeirri vinnu hef­ur fyrr­nefnd vilja­yf­ir­lýs­ing verið und­ir­rituð, til að treysta starf­semi skól­ans. Þótti við hæfi að til­kynna þetta á málþingi til heiðurs Jóni Bjarna­syni. Hann var ráðinn skóla­stjóri á Hól­um árið 1981 og átti stærst­an þátt í að reisa Hóla til vegs og virðing­ar á ný sem mennta­set­ur.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is