Home Fréttir Í fréttum Neysluvatnslögn til Vestmannaeyja mikið skemmd

Neysluvatnslögn til Vestmannaeyja mikið skemmd

220
0
Vestmannaeyjar. Mynd: RUV

Neysluvatnslögnin til Vestmannaeyja er stórskemmd eftir að togveiðiskipið Huginn VE missti niður akkeri sem festist í lögninni á föstudagskvöld.

<>

Neysluvatnslögnin til Vestmannaeyja varð fyrir skemmdum á föstudagskvöld. Togveiðiskipið Huginn VE missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Atvikið telst alvarlegt þar sem vatnslögnin er eina flutningsæð neysluvatns til Vestmannaeyja.

Vatn skilar sér enn um lögnina til Vestmannaeyja en leki er á henni þar sem neysluvatn streymir út. Talsverðar skemmdir eru á um fimmtíu metra kafla.

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og fulltrúar HS Veitna funduðu um málið í dag. Þar kom fram að mikilvægt sé að ráðast sem fyrst í aðgerðir til að verja lögnina frekari skemmdum. Undirbúningur á slíkri aðgerð er þegar hafinn.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er jafnframt formaður almannavarnanefndar bæjarins, hún segir að nefndin muni funda aftur strax á morgun þar sem fyrstu skerf vegna viðgerða verði útfærð nánar.

Heimild: Ruv.is