Home Fréttir Í fréttum Neyðarkynding kostar 2 milljarða

Neyðarkynding kostar 2 milljarða

94
0
Stórar sprungur hafa myndast í Grindavíkurbæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yf­ir­völd hafa lagt mat á kostnað við að koma á vara­afli á Suður­nesj­um ef ekki tekst að verja orku­verið í Svartsengi. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra á Alþingi í gær þegar hún mælti fyr­ir frum­varpi um vernd mik­il­vægra innviða á Reykja­nesskaga.

<>

„Svo að við segj­um þetta á manna­máli þá snýst þetta um það að gera okk­ar til að reyna að verja byggðina í Grinda­vík og orku­verið í Svartsengi.

Það liggja auðvitað mik­il verðmæti í eign­um í sveit­ar­fé­lag­inu Grinda­vík sem er mik­il­vægt að vernda ef nokk­ur kost­ur er, fjár­hags­leg verðmæti og ekki síður til­finn­inga­leg verðmæti,“ sagði Katrín en í frum­varp­inu er lögð til gjald­taka til þriggja ára í þeim til­gangi að standa und­ir kostnaði við fyr­ir­byggj­andi fram­kvæmd­ir og gjaldið renn­ur í rík­is­sjóð.

Er lagt til að það verði inn­heimt af bruna­tryggðum hús­eign­um. Meðal fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda er upp­bygg­ing varn­argarða, gerð varn­ar­fyll­inga yfir veitu­mann­virki og gröft­ur leiðarsk­urða.

Ljós­mynd/​Aðsend

Katrín sagði að orku­verið í Svartsengi ásamt bor­holusafni og vinnslu­búnaði hafi um­tals­vert fjár­hags­legt virði en ekki verði síður að horfa til þess að mjög vanda­samt og dýrt yrði að koma á vara­afli.

„Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar benda til þess að kostnaður við kaup á neyðarkyndistöðvum sem duga fyr­ir lág­marks­upp­hit­un fyr­ir öll Suður­nes, sem er u.þ.b. 30.000 manns, og ann­an nauðsyn­leg­an búnað sé um 2 millj­arðar kr. en ol­íu­kostnaður vegna neyðarkyndistöðva gæti numið 800-1.500 millj­ón­um kr. á mánuði auk ann­ars rekstr­ar­kostnaðar,“ sagði Katrín sem upp­lýsti jafn­framt að einn slík­ur kyndiketill væri til á land­inu og unnið væri að því að full­greina hvaðan unnt væri að kaupa slíka katla og flytja hingað með flugi.

Kostnaður­inn við upp­bygg­ingu varn­argarðs við Svartsengi er áætlaður 2,5 millj­arðar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is