
Mánudaginn 13. nóvember var undirritaður samningur milli Fjarðabyggðarhafna og MVA ehf. um lengingu Strandarbryggju á Fáskrúðsfirði.
Mun bryggjan breyta til muna aðstöðu til löndunar uppsjávarafla í fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar ásamt útskipun afurða frá fyrirtækinu.
Vinna við bryggjuna mun hefjast á næstu vikum og áætlað er að framkvæmdum verði lokið 15. júlí næstkomandi.
Heimild: Fjardarbyggd.is