Home Fréttir Í fréttum Ljótar skemmdir á grunnskólanum komnar í ljós

Ljótar skemmdir á grunnskólanum komnar í ljós

122
0
Skólabyggingarnar eru skemmdar eftir skjálftana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skóla­bygg­ing­ar Grunn­skóla Grinda­vík­ur hafa orðið fyr­ir nokkr­um skemmd­um. Unnið er að lausn fyr­ir nem­end­ur grunn­skól­ans svo að bekk­ir og ár­gang­ar geti áfram lært sam­an ef til þess kem­ur að fjar­vera þeirra frá bæn­um verður langvar­andi.

<>

Grunn­skóli Grinda­vík­ur er í tveim­ur bygg­ing­um á sitt­hvor­um stað í bæn­um. Ann­ars veg­ar er Hóp­skóla­bygg­ing­in sem er fyr­ir 1.-4. bekk og svo önn­ur skóla­bygg­ing fyr­ir 5.-10. bekk á Ása­braut.

Í skóla­bygg­ing­unni við Ása­braut, sem er eldri og byggð í þrem­ur áföng­um á síðustu ára­tug­um, urðu skemmd­irn­ar á veggj­um nokkr­ar, gólf­dúk­ur orðinn bylgju­kennd­ur og flís­ar á gólfi ónýt­ar á sum­um stöðum.

Gólf­dúk­ur í skóla­bygg­ingu Grunn­skóla Grinda­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hindri ekki skóla­göngu á nýj­an leik
„Sprung­urn­ar eru staðbundn­ar og á skil­um bygg­inga,“ seg­ir Ey­steinn Þór Krist­ins­son, skóla­stjóri grunn­skóla Grinda­vík­ur, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir skemmd­irn­ar ljót­ar en að þær komi ekki upp á óvænt­um stöðum. Skemmd­irn­ar hindri ekki skóla­göngu á nýj­an leik, ef tæki­færi til þess gefst.

Blaðamaður og ljós­mynd­ari mbl.is litu inn í þessa bygg­ingu fyrr í dag og var greini­legt að um nokkr­ar skemmd­ir var að ræða, eins og mynd­ir sýna.

Sum­ar flís­ar eyðilögðust. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Skemmd­irn­ar „ekki yfirþyrm­andi“
Hóp­skóli er nýrri bygg­ing en varð þó fyr­ir ein­hverju hnjaski að sögn Ey­steins.

„Auðvitað eru skemmd­ir en þær eru, að því er ég best veit, ekki yfirþyrm­andi,“ seg­ir Ey­steinn um Hóp­skóla­bygg­ing­una. Vegg­ir urðu fyr­ir skemmd­um á milli skila ásamt kerf­is­loft­um og loft­plöt­um.

Hóp­skóla­bygg­ing­in er byggð í tveim­ur áföng­um og því eru sprung­urn­ar sem mynduðust þar á skil­um á milli viðbygg­ing­ar.

„Það hafa orðið smá skemmd­ir á skil­um þeirra, því bygg­ing­arn­ar hreyf­ast ekki eins í skjálft­an­um. Það hafa orðið sprungu­mynd­an­ir á skil­um, en það er svo sem eitt­hvað sem við þekkt­um frá fyrri skjálft­um.“

 

Sprung­ur sjást víða. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stefna á að finna skóla­bygg­ingu utan Grinda­vík­ur fyr­ir nem­end­ur
Skóla­stjórn­end­ur og bæj­ar­yf­ir­völd hafa fundað með al­manna­vörn­um, fræðslu­stjór­um á höfuðborg­ar­svæðinu og mennta­málaráðuneyt­inu til að finna staðsetn­ingu þar sem meg­inþorri nem­enda gæti lært sam­an. Eins og staðan er núna þurfa grunn­skóla­nem­end­ur Grinda­vík­ur að ganga í nokkra mis­mund­andi skóla.

Hann seg­ir að Grind­vík­ing­ar fái nú and­rými til að bjarga verðmæt­um sín­um úr Grinda­vík en vinna sé í full­um gangi við að finna lausn fyr­ir nem­end­ur svo þeir geti áfram lært sam­an.

„Við erum á fullu að vinna, ef til þess kem­ur, að því að vera með lausn­ir þar sem við get­um kallað sam­an bekki og ár­ganga,“ seg­ir hann að lok­um.

Heimild: Mbl.is