Home Fréttir Í fréttum Verkefni við nýjar kirkjutröppur lýkur í júni 2024

Verkefni við nýjar kirkjutröppur lýkur í júni 2024

78
0
Tölvugerðmynd sem sýnir hvernig svæðið um verða í lok júni......Vonandi.

„Við stefnum að því að ljúka verkinu í júní árið 2024,“ segir Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda hjá Akureyrarbæ um framkvæmdir við nýjar kirkjutröppur við Akureyrarkirkju.

<>

Samkvæmt verksamningi átti að ljúka framkvæmdum um miðjan október síðastliðinn, en ljóst þykir nú að sú áætlun hafi verið of bjartsýn.

Ýmsar tafir hafa orðið á, fyrst varðandi undirritun samning, síðan óvissu um hvaða verktakar gætu tekið að sér verk sem aðalverktaki bauð ekki í. Á verktíma komu upp ófyrirséð vandamál sem töfðu fyrir, m.a. að steypa þurfti vegg sem grafið var frá og snýr að eldri hluta trappna. Framkvæmdir hófst í lok júní.

Sigurður segir að nú sé verið að ganga frá göngustíg að Sigurhæðum og að undirbúa álbræðslu á þakið neðst á tröppunum. „Það er að koma hlé á framkvæmdirnar, en við munum taka þetta upp eins fljótt og hægt verður næsta vor,“ segir Sigurður.

Áætlun gerir ráð fyrir að á þessu ári verði greiddar 70 milljónir króna vegna verkefnisins og jafnhá upphæð á næsta ári, eða í allt 140 milljónir króna.

Heimild: Vikudagur.is