Home Fréttir Í fréttum Vinna við varnargarða hafin að nýju

Vinna við varnargarða hafin að nýju

157
0
Byggingavinnu að varnargörðum var hætt tímabundið þegar neyðarstigi var lýst yfir. Nú er vinnan hafin að nýju. Samsett mynd

„Ég get upp­lýst að í dag hef­ur vinna haf­ist aft­ur. Það er haf­inn efn­is­flutn­ing­ur aft­ur inn á svæðið, sem er gott,“ seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra um bygg­ingu var­arg­arða en bygg­ing­ar­vinna hef­ur legið á ís frá því að Grinda­vík var rýmd á föstu­dag vegna yf­ir­vof­andi eld­goss.

<>

Guðrúnu barst til­laga frá rík­is­lög­reglu­stjóra á fimmtu­dag um bygg­ingu varn­argarða til þess að verja orku­verið í Svartsengi.

Flutn­ing­ur á vinnu­tækj­um, möl og bygg­ing­ar­efni inn á svæðið hófst í síðustu viku en bygg­inga­vinn­an hætti þegar neyðarstigi var lýst yfir og ljóst var að ekki væri ör­uggt fyr­ir verk­taka að vinna að varn­ar­görðum vegna jarðhrær­ing­anna.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, dóms­málaráðherra Íslands mbl.is/Ó​ttar Geirs­son

Fjár­málaráðuneytið má svara fyr­ir for­varna­gjaldið
Í dag er frum­varp for­sæt­is­ráðherra um vernd mik­il­vægra innviða á Reykja­nesi til umræðu á Alþingi. Það var einnig til umræði í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Á fund­in­um ræddi Guðrún, sem æðsti yf­ir­maður al­manna­varna, m.a. stöðuna á Reykja­nesi og fram­kvæmd­ina sjálfa og því sem rík­is­stjórn­in ósk­ar eft­ir með frum­varp­inu.

Nokkr­ir úr stjórn­ar­and­stöðunni hafa sett spurn­ing­ar­merki við nokkra liði frum­varps­ins. Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir benti m.a. á, bæði á þingi og í viðtali við mbl.is fyrr í dag, að vikið yrði frá níu laga­bálk­um við samþykkt frum­varps­ins. Hún dró for­varna­gjöld frum­varps­ins í efa.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Guðrún seg­ir að fyrr­greind deilu­mál hafi borist til tals á fund­in­um. „Aft­ur á móti er ég æðsti yf­ir­maður al­manna­varna í land­inu. Þar með ber mér að tryggja al­manna­heill, vernd og ör­yggi borg­ar­anna, og ég geri það. Þess vegna lagði ég þetta til í rík­is­stjórn á föstu­dag,“ seg­ir hún.

„Þá ber mér að halda uppi þess­um al­manna­vörn­um gegn nátt­úru­vá. Það er mitt hlut­verk. Ég tala fyr­ir því en þá ætla ég að leyfa öðrum að svara fyr­ir það hvernig á að greiða það – því fjár­málaráðuneytið kom að samþykki þessa frum­varps og það var fjár­málaráðuneytið sem lagði til þessa gjald­töku,“ bæt­ir ráðherra við.

Ekki náð að kanna bann við dróna­flugi
Sam­göngu­stofa hef­ur bannað dróna­flug við Grinda­vík vegna yf­ir­vof­andi eld­goss á svæðinu. Var það gert að beiðni al­manna­varna svo flygild­in trufluðu ekki hugs­an­legt vís­inda­flug og til að passa að fólk væri ekki að at­hafna sig á svæðinu.

Blaðamanna­fé­lag Íslands gaf út til­kynn­ingu þar sem sagt var að ekki væri laga­heim­ild væri fyr­ir slíku banni.

Guðrún seg­ist hafa fengið beiðni frá BÍ um að skoða málið en hef­ur ekki náð að kanna það frek­ar, þar sem dag­ur­inn verið afar er­ilsam­ur dag­ur. „Ég er að láta skoða þetta í ráðuneyt­inu en ég hef ekki kom­ist upp í ráðuneyti í dag,“ seg­ir hún.

„Ég skil þessa umræðu og ég skil að blaðamenn gegna líka hlut­verki að miðla upp­lýs­ing­um til al­menn­ings og lýsa því sem er að ger­ast.“

Tjónið í Grinda­vík „hleyp­ur á millj­örðum“
Grind­vík­ing­ar hafa all­ir fengið heim­ild til þess að sækja nauðsynj­ar heim til sín. Guðrún seg­ir að þá hafi komið í ljós að tjónið í bæn­um væru mun um­fangs­meira en gert var ráð fyr­ir eða von­ast var eft­ir.

„Þetta eru meiri­hátt­ar nátt­úru­ham­far­ir sem þegar hafa átt sér stað,“ seg­ir Guðrún. „Gatna­kerfið er gríðarlega illa far­ir. Ég hugsa að all­ar lagn­ir sem eru í jörðu er ónýt­ar, hjúkr­un­ar­heim­ilið er lík­lega ónýtt, kirkj­an er mikið skemmd, íþrótta­mann­virk­in eru mikið skemmd. Þannig við erum kom­in þegar í tjón sem hleyp­ur á millj­örðum.“

Innviðir í Grinda­vík eru laskaðir eft­ir jarðskjálfta­hrin­una. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Sprung­ur hafa mynd­ast í mörg­um göt­um og gang­stétt­um Grinda­vík­ur. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Tæp 4.000 gætu orðið að 30.000
„Við erum auðvitað öll að vona að þessi kvika muni ekki finna sér kvika inn í Grinda­vík­ur­bæ, sem gæti mögu­lega gerst. Þetta er einn af þess­um stærri viðburðum í nátt­úruógn sem við höf­um tek­ist á við á Íslandi. Þessi nátt­úruógn ógn­ar starf­semi orku­vers­ins í Svartsengi,“ seg­ir dóms­málaráðherra.

„Við erum núna með, því miður, tæp­lega fjög­ur þúsund manns sem hafa þurft að flýja heim­ili sín. Ef við miss­um orku­verið, gæti þessi hóp­ur farið í þrjá­tíu þúsund,“ seg­ir hún. „Þess vegna mun ég leggja mikla áherslu á það að við kom­um upp vörn­um um orku­verið. Því orka er bara þannig í líf­inu öllu að þetta er lífæð alls.“

Heimild: Mbl.is