Home Fréttir Í fréttum Átján rýma hjúkrunarheimili í Stykkishólmi vígt

Átján rýma hjúkrunarheimili í Stykkishólmi vígt

43
0
Mynd: Fsre.is

Heilbrigðisráðherra vígði fyrr í mánuðinum nýtt hjúkrunarheimili á gömlum merg í Stykkishólmi. Nafnið felur í sér vitnisburð um liðna tíð.

<>

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vígði fyrr í mánuðinum nýtt hjúkrunarheimili í Stykkishólmi. Heimilið er í byggingu St. Franciscusspítala, sem byggður var af nunnum samnefndrar reglu árið 1936. Hjúkrunarheimilið er rekið af Heilbrigðisstofnun Vesturlands, HVE. Forstjóri HVE er Jóhanna Fjóla Jóhennesdóttir.

Hjálmar Örn Guðmarsson verkefnastjóri FSRE, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Karl Pétur Jónsson upplýsingafulltrúi FSRE.

Verkefnið kom fyrst inn á borð FSRE árið 2012. Það var þó ekki fyrr en í maí 2018 sem Sturla Böðvarsson þáverandi bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar og Svandís Svavarsdóttir þáverandi heilbrigðisráðherra undirrituðu samning um byggingu heimilisins.

FSRE hófst síðar sama ár handa við að hanna 18 rýma hjúkrunarheimili í húsinu, sem nú er tilbúið. Íbúar hafa þegar flutt inn og ríkir almenn ánægja með aðstöðuna.

Við athöfnina í dag tilkynnti Hrefna Frímannsdóttir staðarstjóri HVE í Stykkishólmi að heimilið hefur hlotið nafnið Systraskjól. Nafnið vísar í að gamli spítalinn sem heimilið er í var byggður af systrum St. Franciscusreglunnar og rekinn af þeim í áratugi.

Heimild: Fsre.is